Góðar minningar
9.12.2008 | 14:38
Það er alltaf gaman að hugsa til baka og ylja sér við góðar minningar.
Ég skelli upp úr við að rifja upp desembermánuði þegar krakkarnir mínir voru lítil og einlæg trú á Jólasveina,Grýlu og Leppalúða voru ríkjandi,Jesú og vitringana og "konuna á asnanum sem var mamma hans Jesú" eins og Jón Þór orðaði það.
Skógjafirnar og allt pukrið við það.Jóladagatalið....passa að það væri ekki etið upp á einum degi sem reyndar gerðist í annað skipti sem Jón Þór fékk dagatal ,þá tveggja og hálfsárs.Við skoðuðum myndirnar og dagana saman einn af öðrum og enduðum á stóru myndinni 24.des.Þar útskýrði ég fyrir hönum að þegar þangað væri komið þá væru jólin komin.
Um miðjan þann dag var ég svo ánægð hvað peyinn var góður að dunda sér inni í herbergi...
Þar til hann kom fram,hélt á dagatalinu dinglaði því og sagði ánægður með sig ...
"Jæa....nú er jólin lossins komin"
Því til staðfestingar sýndi hann mér að hann var búin að borða úr stóru myndinni þar sem jólin "komu" og reyndar öllum hinum
Eitt kvöldið var ég að læðast að setja í skóinn hjá honum þá heyrði ég hvíslað "mamma"og brá ögn að hafa verið gripin.....
"flýttu þér fram annars heldur hann að ég sé vakandi.........fljót ...ég er með lokuð augun"
Af gefnum tilefnum komu stundum kartöflur í skóinn. Jóni fannst þeir vera asnar sem það gerðu.
Öðru máli gegndi með Guðrúnu Jónu og kartöflurnar........
Hún var hæst ánægð með þær og heimtaði að ég myndi "sjódd'ana" í hvert skipti sem hún fékk og passaði svo vel að engin borðaði hennar kartöflu og tók jafnvel af disknum hjá okkur hinum ef hún taldi það vera sína og var hið mesta skass við matarborðið þegar hún var að finna út hvar sín kartafla væri........
Fljótleg gafst ég upp á þessu kartöflustandi og setti grjót í staðinn.......
Stelpurófan hélt áfram að afneita því að hún hafi verið of óþæg til að fá eitthvað betra og raðaði grjótunum þar sem hún kom þeim í hillusamstæðuna inni í stofu........
Ef hún var spurð hvað hún hafi fengið í skóinn þegar hún hafði fengið grjót þá var hún snögg að svara....
"Grjót sem breytist í gull en það má enginn sjá.... þá hættir það við"
Gunna var nokkuð hugmyndarík á þessum tíma og kollvarpaði allri fræðslu um Grýlu á leikskólanum með því að fullyrða .......
Grýla er dauð.......
pabbi skjótti hana upp á Sultartanga.....
Ég gæti skrifað mikið meira af svona uppákomum ......... mér dettur alltof margt í hug.
Endilega segið mér eitthvað jóla sniðugt af börnunum ykkar.......
knús
Athugasemdir
Skemmtilegar endurminningar, takk fyrir þetta. Ég átti nú einn sem vildi alltaf klára sem fyrst úr dagatalinu og tókst það stundum, hann átti þá bara ekkert eftir. Ætla að leggja mig, kem kannski með eitthvað sniðugt þegar ég rís upp á ný. Kærleikskveðja í Höfnina
Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 15:28
Hahaha, þau eru svo miklir snillingar þessi börn þín. Meira svona, þetta bjargar alveg leiðinlegum vinnudegi.
Heiðbjört 9.12.2008 kl. 15:47
he he ... þetta er yndislegt .... gaman að svona krakkarófum..
Margrét M, 9.12.2008 kl. 17:23
Það sem dettur upp úr krökkum oft á tíðum, er á við það besta hjá uppistöndurum .
brahim, 9.12.2008 kl. 17:32
Hahaha dásamlegt ! Ég hef örugglega sagt þér þessa áður, en ég kann eina sögu af ungum dreng ( ekki mínum ) sem fékk kartöflu í skóinn, og var auðvitað ekkert hrifinn af því og fannst það hálf skammarlegt, þannig að hann henti henni útum gluggann. Svo þegar mamman og pabbinn spurðu pilt hvort hann hefði fengið eitthvað í skóinn, þá var hann snöggur að svara :
"jebb, mandarínu - búinn með´ana".
Kveðja, Beta sys
Beta sys 9.12.2008 kl. 18:20
Mikið var gaman af þessu og myndinni af Jóni Þór. Minnir mig á strákana mína alla út úr mold á mynd og svo að hann Gummi fékk kartöflu og lét sjóða hana. Annars eyðilagði kennarinn hans í 6 ára bekk trúna á jólasveininn. Hún sagði börnunum að það væri enginn jólasveinn. Það var þá móðins að segja sannleikann og þegar Gummi minn kom heim sagði hann mamma það er enginn jólasveinn til. kennarinn segir það. Þó ég reyndi að segja að þetta væri bara vitleysa var hún búinn að eyðileggja drauminn. Og ekki þakka ég henni fyrir það. Sannleikurinn kemur venjulega nógu fljótt í ljós.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.12.2008 kl. 19:06
já Beta þú varst búin að segja mér frá þessari snilld...
Leipilegt að heyra Jórunn,mér finnst að það eigi að halda börnum í þessari skemmtilegu trú á jólasveinin sem gefur lífinu svo mikinn lit,eins lengi og mögulegt er........það er svo gaman að þessu.
Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 19:28
Sniðug þessar elskur! Gunna algjör snilld og litla rófan þín útötuð í tjokolaðe! Er þetta ekki Ásta skvís sem er a myndinni? Sonur minn hélt að þetta væri ég þegar ég var lítil hahahhaha
Ég setti t.d. vaðstígvél út í gluggann hjá ömmu og afa í von um að jólasveinninn væri rausnalegur! Hjúmongus stígvél ....
( ath. vantar trélím til að geta klárað ... held ég sé með ofnæmi, atsjú )
www.zordis.com, 9.12.2008 kl. 20:41
Jú Þórdís þetta er Ásta Pálma senm er Jóni Þór á myndinni....
Heyrðu þetta með límið...þú getur prófað að bræða strásykur alveg þangað til hann verður dökkur,,,,,,,,haft svo voða fljótar hendur.....
Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 21:14
Skemmtilegar sögur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:16
Var fyrst núna að lesa textan bak við myndina þína, við eigum víst ýmislegt sameiginlegt hvað seinnipart textans hjá þér segir. Kram.
brahim, 10.12.2008 kl. 01:44
Takk fyrir þessar yndislegu sögur af börnunum Solla mín, hahah góður sá stutti, jólin kominn, og frábær litla kartöflukonan, svona á fólk að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2008 kl. 09:43
Bets sys ef þetta var ekki þinn sonur sem sagði þetta (mér finnst þetta hljóma dáldið eins og hann nebblega) hver sagði þetta þá?
Heiðbjört 10.12.2008 kl. 11:31
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:34
Setur Gunna skóinn út í glugga?
Hey, settu skóinn þinn út í glugga í nótt og bloggaðu um það á morgun hvað sveinki karlinn færir þér!!!! Vonandi ertu ekki baldin kona!
www.zordis.com, 10.12.2008 kl. 14:55
JÓN ÞÓR ER MJÖG LÍKUR PABBA SÍNUM Á ÞESSARI MYND! Fattaði að þarna væri litli súkkulaðigrísinn og jóladrengurinn kominn ... Mjög smart!
www.zordis.com, 10.12.2008 kl. 15:13
Nei Þ hún setur ekki skóinn út í glugga en móðir hennar er að hugsa um að setja minkaboga þarallavega um helgar.
Myndin er tekin eftir dagatalagjörninginn....og jú hann minnir óneytanlega á kallinn skegg eða súkkulaði.....so
Solla Guðjóns, 10.12.2008 kl. 17:01
Bára 3 ára var að segja Einari besta vini líka 3 ára frá hroðalegum draumi sínum:
Bára: "Einar mig dreymdi að þú varst langt, langt, langt, langt.....langt uppi í fjalli hjá Grýlu".
-ÞÖGN- (Bæði mjög alvarleg)
Bára: "Varstu hræddur hjá Grýlu, Einar"?
Sigríður Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 20:40
Hehehe, frábært hvernig hægt er að stjórna tímanum! -og það með súkkulaðiáti!!
Jólaknús á þig Solla
zoti 10.12.2008 kl. 21:47
Frábærar sögur af ormunum þínum, man ekki eftir neinu svona í fljótu bragði, hausinn ennþá fullur af skólaefni. I'll be back
Knús og klemmur dúllan mín
Sigrún Friðriksdóttir, 10.12.2008 kl. 23:01
Það er hreint geggjað að heyra litlu börnin fullyrða um þetta en mikið hlýtur púslið að hafa verið erfitt og ekkert skrýtið að fólk ylji sér við minningarnar.
Knús á þig
Magnús Paul Korntop, 11.12.2008 kl. 00:29
"pabbi skjótti hana upp á Sultartanga....." Frábært!!
Minn steðjaði í ísskápinn morguninn eftir að hann fékk kartöflu í skóinn, í fyrsta og eina sinn, og taldi kartöflurnar.
Hann var alveg viss um að Jólasveinninn hefði ruglast!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 19:22
Hrikalega skemmtilegar sögurnar . En úfffffff hvað ég man eftir öllu umstanginu í kringum þetta. Og lenti stundum í að gleyma að setja í skóinn eða ruglast á dögum um hvenær átti að gefa frá fyrsta jólasveininum. Ég verð bara að takast á við Lykla Pétur varðandi lygasögurnar þarna. En ég er alveg viss um að ég mæti miklum skilningi hvað þetta varðar.
Knús á þig yndislegust. Líttu svo aftur við í kaffi. Alltaf gaman að fá knús frá þér
Tína, 11.12.2008 kl. 23:42
Bara að ég love-jú...
Heiða Þórðar, 12.12.2008 kl. 00:26
hehehe
Ólafur fannberg, 12.12.2008 kl. 08:40
hahahaha yndislegar sögur af börnunum þínum og öðrum börnum Ég á greinilega ýmislegt skemmtilegt í vændum.
Ég er reyndar alin upp við að fá aðeins í skóinn á aðfaranótt aðfangadags og finnst það bara fín minning. Setti að ég held síðast í skóinn þegar ég var ehv rétt rúmlega tvítug en þá var einmitt yngsta systir mín farin að efast um jóla. Ég setti því skóinn minn út í glugga til að sýna henni að ég tryði nú á jólasveininn líka
Dísa Dóra, 12.12.2008 kl. 14:12
Frábærar sögur . Ég er með eina allveg nýja . Victoría mín var að fá súkulaðidagatal í fyrsta skiptið núna þó að hún sé 4 ára og það var samþigt að opna það eftir leiksóla sem er bara frábært , svo kom að því að opna fyrsta gluggan og ég ger það með hennar hjálp samviskusamlega og rétti henni svo súkulaðið hún lítur á mig og segir " mamma hvað á ég að gera við þetta á ég að borða það " ég sprakk bara úr hlátri hún er svo mikill séní þessi jóla stelpa
Knúss og klemm dúlla
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 13.12.2008 kl. 09:57
yndislegt !!! ég man læika þessa gömlu daga um jólin !
JólaLjósaKveðjur
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.