Verðtrygging......Ég hef einsett mér að vera ekki að láta ástandið hafa áhrif á mig
12.10.2008 | 14:54
en kemst ekki hjá því.Ég velti fyrir mér fyrst allt er komið til andskotans allstaðar í heiminum og augljóst er að það er peningastríð og átök um peninga...og banka og fjármálafyrirtæki...óráðsíu og allan fjandann í fjármálaheiminum....Já það sem ég velti fyrir mér..fyrst það þarf að stokka upp og gefa upp á nýtt..hvort eigi ekki að nota tækifærið og afnema verðtryggingu lána.Þetta löglega siðlausa rán bankana á eignum okkar.
Ykkur kann að finnast þetta einfeldningslegt hjá mér.Þetta er einfalt fyrir mér!!!!
Mig langar að fá álit ykkar allra sem eru að koma hér á síðuna....líka þeirra sem eru ósammála.
Ég á fjársjóð.
Sem ég vil ekki láta þurfa gjalda núverandi stöðu.
Annars er kellan spræk
fór snemma að sofa
vaknaði galvösk og hoppandi
fór í gönu með B-sys um nesið og helminginn af þorpinu í morgun.
Athugasemdir
Jú svo sannarlega mætti athuga að afnema verðtrygginguna. Hef einnig verið að spá undanfarið (er svo mikil ljóska að ég barasta fatta ekki sumt sko ) núna til dæmis er allt ga ga út af horfnum innistæðum hjá icesave. Fólk hafi tapað fleiri millum og bla bla- en hérna ég er barasta ekki að skila hvað varð um alla þessa peninga???? Hvernig getur þetta allt bara gufað upp að því er virðist vera?
Ljóskupælingar já
Dísa Dóra, 12.10.2008 kl. 17:59
Já þessu hef ég líka pælt í.Það er mjög margt sem ég skil ekki.
Solla Guðjóns, 12.10.2008 kl. 18:06
Það er vegna þess - stelpur mínar - að stuttbuxnastrákarnir tóku peningana og gömbluðu með þá, töpuðu þeim í hlutafjárbraski........
Annars er ég nokk sammála með verðtrygginguna - það þyrfti líka að lækka vexti! Fljótt!!!
Takk fyrir komuna sæta - það var gaman að fá þig
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 20:44
Fjárans ástand ... ljóskuhugsanir eða ekki slæmt!!!
Knús og kossar eru ókeypis en ástarstryggðir og nú færðu siðlausan koss í rúmi ástar!
www.zordis.com, 12.10.2008 kl. 20:59
Já svo einfalt var það Hrönn....hver veit nema maður taki einn austara með þér síðar.
takk Þórdís og knúss á móti
Solla Guðjóns, 12.10.2008 kl. 22:07
Ég er bara alveg hjartanlega sammála þér Solla mín. Þannig er það nú bara.
Knús inn í daginn þinn fallegust.
Tína, 13.10.2008 kl. 07:57
Svo innilega sammála og hef sagt þetta í 20 ár, verðtrygging er rán og svínarí, ósanngjarnt og óskiljanlegt óréttlæti.
Verðtrygging er sett á vesæla lántakendur sem eru að eignast heimili, tilgangurinn er að gulltryggja rassgatið á þeim sem eiga peninga.
kop, 13.10.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.