Öðruvísi fuglasöngur!!!!!!!!!Föstudagurinn 13.júni.........
16.6.2008 | 11:14
Þreyttari en þreytt valt ég heim úr vinnunni um kl 2030.Ætlaði sko beint í bælið....reif geðillskulega upp hurðina á bílnum......"Hann er einn af þessum góðu sem í......."glumdi í eyrunum á mér LIFE....kéllan breyttist í dillibossa og hummaði með..Gleðigleði......næst kom bítlalag...einhverjir voru að synja með undirspili mjög nálægt mér og ég komin í svakastuð.
Þegar ég fór á stúfana...samt ekki eins og Mjallhvít...komst ég að því að þetta kom frá Hemma granna.
Það er skylda að horfa á þetta
Hemmi var með hljómsveitaræfingu úti á palli hjá sér sem er fyrir framan húsið.
Hann er náttúrlega bara snilldin ein.......
Bakvið hjá honum og bakvið hjá mér er ein gata sem eru ekki hús við.
Á móti Hemma og Emmu býr svo jóna Björg dóttir Lilju sys og þar var verið að undirbúa 4.ára prinssessuafmæli með life undirspili.
Athugasemdir
Einhver besta aðferð til að ná úr sér þreytu er að breytast í dillibossakéllu........ ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 11:29
Já segðu Hrönnsla mér leið eins og ég væri komin á útihátíð í Denn
Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 11:55
Hvergi eins mikið fjör eins og hjá þér dillibossakjéddla!
Hlakka til að koma ...
www.zordis.com, 16.6.2008 kl. 12:22
kvitt fyrir innliti
Ólafur fannberg, 16.6.2008 kl. 13:03
Er virkilega svona gaman í Höfninni. Vildi að ég væri komin til ykkar.
Knús og kossar!
Þórhildur Daðadóttir, 16.6.2008 kl. 14:12
Já hér er sko fjör........mesti skipti þó hvað maður er móttækilegur fyrir svona fjöri
Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 20:24
haha kalla þig dillibossa héðan af hehehe
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 16.6.2008 kl. 23:05
Vvúúú - Mig langar í svona nágranna haha
Mínir eru bara blindfullir unglingar sem hafa gaman af að öskra hátt.
Tinna, 17.6.2008 kl. 01:05
Frábær myndbönd,greinilega mikið að gerast í Þorlákshöfn.Farðu vel með þig skvís.
Magnús Paul Korntop, 17.6.2008 kl. 14:48
Innlitskvitt og gleðilegan hátíðardag
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 15:38
Úje það er stuð þarna hjá ykkur
Knús á þig sæta -ég er að fara að pakka
Elín Björk, 17.6.2008 kl. 17:35
Ég held bara að ég verði að þjóta þarna austureftir og koma á tónleika og fá að smakka kökur hjá fjögurra ára prinsessu - á mahrr ekki að segja til lukku með family? Knús á þig skottið mitt og eigðu ljúfa nótt ...
Tiger, 18.6.2008 kl. 03:04
Hahaha..þetta er snilld! Rosafjor er hja ykkur!! . Flott faersla!
Ester Júlía, 18.6.2008 kl. 06:48
Knús á þig Solla mín dillibossakélling
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 14:28
snilldin ein
Margrét M, 19.6.2008 kl. 08:48
Snild svona fjör og já til hamingju með litlu frænkuna :)
Vatnsberi Margrét, 19.6.2008 kl. 18:32
Þú veist Margrét að þar sem Hemmi er með gítarinn þar er fjör
Solla Guðjóns, 19.6.2008 kl. 19:20
Já veit og hef bara aldrei fundið jafn skemmtilega sumarfýling eins og í svona ávæntum uppákomum ;)
Vatnsberi Margrét, 19.6.2008 kl. 20:45
Höfninni??? Höfnunum? ekki segja mér að þú búir í Höfnunum ...
Knús dillibossadarlingurinn minn
Heiða Þórðar, 20.6.2008 kl. 00:47
Neeee ÞORLÁKSHÖFN
Solla Guðjóns, 20.6.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.