Náði'ðí
22.5.2008 | 01:34
að fara allan blogg hringinn í dag,kvöld og ja víst komin nótt..
Er líka búin að taka veðrið og sjá að það verður bölvaður austan strekkingur á golfvellinum á morgun.
Hérna erum við kerlingarnar æskuvinkonurnar alveg fram á þennan dag og eins lengi og hugsast getur.....komnar á slæðualdurinn...ein orðin fimmtug og önnur að verða það....en við Vigdís erum svo heppnar að vera ári yngri en þær gömlu og plús það þá eigum við báðar afmæli í desember...
Hér er hún svo sú fimmtuga 20.maí 2008.
Gudda gamla bjalla.(Þóra Davíðs)
Svo er ég hér í góðu yfirlæti fyrir utan golfskálann......alveg að fíla mig í tætlur í rokinu.horfi á kallana hefja kylfuna á loft og taka hina undarlegustu mjaðmahnykki.
Það vekur óneitanlega upp þá spurningu hvort golfarar séu betri í rúminu en gólfinu ég meina golfinu.
En þar sem ég sit og rýni á þessa kroppa og læst vera að gera krossgátu.......þá verð ég agndofa í hvert skipi sem lokahnykkurinn kemur......Sumir hrópa "JESS...jess"
Aðrir
fórna höndum og lyppast niður í öxlunum og hrópa"DJÖ...ÞETTA VAR HREINT EKKI GOTT...LÉLEGT MAÐUR......"
Svo æða þeir á fram að reyna að hitta holuna og byrja upp á nýtt.Golf er víst ekkert grín.
En ég sem lítið hef verið heima við er að fara að taka til og skúra...ég veit kl er hálf tvö um nótt.....en sko ég verð að gera það núna því ég er svo mikill nautna seggur að ég verð að hafa allt voða hreint og fínnst annað kvöld þar sem ég ætla að njóta þess í botn að horfa á Friðrik Ómar og Regínu koma Íslandi aftur inn í Júró.......
Athugasemdir
Nú sér maður þig í réttu ljósi
Kristberg Snjólfsson, 22.5.2008 kl. 08:12
Hei - ég get þá komið til þín og druslað allt út aftur um leið og ég horfi á euro.... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 08:34
Vertu velkomin.....en það má ekki drasla til
Er búin að senda þér póst.....
Solla Guðjóns, 22.5.2008 kl. 08:40
Æðislegar myndir af ykkur já áframm ísland!! Hafðu ljúfan dag elskuleg
Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 10:24
Þið eruð æði á þessari mynd.
knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2008 kl. 11:46
snilldar mynd .. algjörar krúttbollur
Margrét M, 22.5.2008 kl. 15:42
takk fyrir kveðjuna í fyrri færslu kæra solla sæta...
þú ert yndisleg það má ég segja.
knús til pálmasonar og ykkar allra.
knús inn í kvöldið
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 17:16
Bara láta þig vita að það er laaaaaaangt í fimmta tuginn hjá mér
kv. Unnur
unnur 22.5.2008 kl. 21:28
haha, skemmtileg tvíræðni í þér, vona að golfarar sem flestir "Slái um sig á flötunum hjá þér"!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.5.2008 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.