Oftast er þetta spurning um athygli.
12.5.2008 | 14:50
Það eru takmörk fyrir öllu.Ég á mjög gott með að skilja fólk og skil að það eru 2 hliðar á hverju máli.Jafnvel 3.Og sú 4.að lyginni meðtaldri.
Það er auðvelt að halda friðinn þegar maður skilur þarfir,væntingar,hæfileika og takmark fólks.
Einnig hvað það getur verið dæmalaust takmarkað og sér ekki út fyrir ramma síns sjálfs.En ég á mjög bágt með að skilja svoleiðis fólk.Kannski er það ég sem er svona takmöruð þrátt fyrir allt.
En lygar og getgátur get ég engan vegið liðið.Þá er ég ekki að tala um svona smá hvíta lygi.
En hvar eru mörkin milli hvíts og svarts.....sumir halda sig við annað hvort.
Grátt er það líklega og grátt er ekki gott.
Eitt ættu þó allir að átta sig á AÐ SÁ SEM LÝGUR VEIT ÞAÐ.SÁ SEM ER LOGIÐ UPP Á VEIT ÞAÐ LÍKA.SÁ SEM ER SÖGÐ LYGIN VEIT ÞAÐ ÞVÍ MIÐUR EKKI AÐ ÞETTA ER LYGI OG DÆMIR AÐ SJÁLFSÖGÐU ÚT FRÁ ÞVÍ.
Ég er að vona að einhver lygari álpist inn á síðuna.
Ég virka örugglega í vondu skapi með þessari færslu en svo er ekki.Er eiginlega á fortíðarflippi
og sæl minninga um sveitaböll og þetta lag.
Þegar ég settist við tölvuna ætlaði ég að fara að sýna ykkur hvað ég er mikill skógarhöggsmaður.
En hiitt poppaði einhvern vegin upp.
Ein tvær skógarhöggsmyndir samt
Ég þurfti að nota stiga svo sko var ákafinn svo mikill að ég
klippti í sundur snúruna á hekkklippunum
Vitið þið um betri afsökun?
Athugasemdir
eeeeeeeeeelska þetta lag!! Vildi að þú hefðir kíkt á ballið - við hefðum getað tekið "léttan" snúning
Þú ert frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 15:07
...ó - ég gleymdi mér finnst alveg ferlega gaman að ljúga..... bara ekki svona lygum
Finnst þú ennþá frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 15:08
Þess vegna á maður aldrei að dæma neinn fyrr en maður hefur sjálfur hitt viðkomandi og getur gefið sér sína eigin mynd af fólki......
Erfitt samt en ef allir reyndu..........
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 15:10
og nú er ég hætt
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 15:10
Mér finnst líka gaman af svona prakkara lygi sem engan skaðar.....er ég ekki frábær
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 15:17
Við erum öll lygarar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 16:07
Já segðu Gunni
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 16:34
Ertu að segja alveg satt að þú klipptir þetta ?
Kristberg Snjólfsson, 12.5.2008 kl. 17:23
Yndisleg færsla og lagið, mæ god, fór bara á fortíðarflipp, takk fyrir þessa fjörlegu færslu, þrátt fyrir lygina, góð áminning, lygin bankar alltaf á þótt síðar verði. Knús til þín elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 17:40
Já Krútti ég klippti bæði trén og snúruna í sundur.....var meira að segja að vanda mig alveg svakalega mikið að klippa hana ekki.Smá neistaflug og rafmagnið fór af húsinu og allt
Já Ásdís hún hún dinglar þegar minnst varir.
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 17:47
Snillingur! Grímsævintýri eru víst uppspuni frá upphafi til enda .... Ertu með eitthvað gott í "lyga"pottinum? Eða er það slæmt!
Jæja dúlla, það var nú ýmsu logið uppá kjéddlingu í gamla daga og það var leiðinlegt fyrst og svo varð mér skítsama. Þeir sem vilja hella sér og hrella alla með lygasögum eiga bara bágt.
knús á þig dúlla!
www.zordis.com, 12.5.2008 kl. 18:34
Æ, hvað þú ert dugleg elskan, "lagið flott", en lygar þoli ég ekki og þá meina ég meintar skaðlegar lygar, og það getur verið dýrkeypt að gefa fólki tækifæri, er búið er að vara mann við, sumir eru bara þannig að ekki er hægt að þekkja þá því miður.
Knús til þín Solla mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2008 kl. 18:38
Það er hætt við því Milla mín.
Þórdís í lygapottinum kraumar eitthvað bévítans bull
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 21:35
Dugleg mín, heheheh hitt poppaði upp, það er rosalega mikils virði að reyna að halda sig við sannleikann. Ég þoli heldur ekki lygi, og lygamerði. Give me five
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:37
Þetta með hvítu lýgina, það getur jafnvel gert einhverjum gott en annars þoli ég ekki lygar og dylgur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.5.2008 kl. 01:47
Þið hafið lög að mæla og Gesil hérna fæðu þína
Solla Guðjóns, 13.5.2008 kl. 09:10
Ég hét því fyrir nokkuð mörgum árum að ég ætlaði ekki að ljúga framar - hét þessu eftir að ég ákvað að koma út úr skápnum með hvernig mínu sambandi við minn x hafði verið háttað. Laug mig oft á tíðum bláa til að leyna því ástandi - já stundum er maður furðulegur
Knús til þín flotti hekkklippari (kannast við það að klippt sé í sundur snúar á slíku tæki)
Dísa Dóra, 13.5.2008 kl. 15:28
sko ef ég hefði ekki nennt að klippa meira þá hefði ég bara slökkt á vélinni
Margrét M, 14.5.2008 kl. 08:32
hehe. snúran í sundur og rafmagnið af húsinu
Svala Erlendsdóttir, 14.5.2008 kl. 08:43
Hvað gerir ekki örvæntingar full kona Magga Nein nú er ég að ljúga
Solla Guðjóns, 14.5.2008 kl. 08:59
www.zordis.com, 14.5.2008 kl. 09:13
Maður ætlast nú eiginlega til þess að þú klippir snúruna í sundur, þú ert nú einu sinni þú
Heiðbjört 14.5.2008 kl. 11:34
JÁ SYSTIR
Solla Guðjóns, 14.5.2008 kl. 21:01
Klipptir sundur snúruna á hehehe.... hekk-klippunum.....hehehe. Bara snilld....ef þú ert ekki að LJÚGA. Þú verður að kenna múttu þetta. Þolir ekki að klippa hekk....er frábær afsökun.
Knús á þig.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:19
Þér líkt að ráðast í verkið með krafti og aðeins meir ;)
Knús og kossar
Vatnsberi Margrét, 15.5.2008 kl. 17:37
Hahaha .. ég gabba fólk á hverjum degi og í hverju bloggi og hverri athugasemd. Elska að gabba fólk - en hata lygi.
Knús á þig ljúfan góða og eigðu ljúft kvöld.
Tiger, 15.5.2008 kl. 18:53
Ég lýg alltaf. Lýg ég?
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 20:55
Hummm kokksi allavega núna
Solla Guðjóns, 15.5.2008 kl. 23:33
fann allt í einu rosaleg afyrir aldrinum - þetta lag er svo gamalt - minnir mig á ákveðið ball í Hvolnum og ekki orð um það meir -
Lilja systir 17.5.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.