Hvað er títt???

?.

Kellan er búin að vera uppfull af vorinu og ætlaði virkilega að taka til hendi utan húss t.d.ryðja niður grindverkinu utan af lóðarferlíkinu,fara með hekkklippurnar á trén sem eru allan hringinn utan um ferlíkið,hreinsa svo öll beðin.....ég er að tala um töluvert á annað hundrað metra af trjábeðum og grindverki.

Svo ætlaði ég örugglega að gera eitthvað meira....fann mér eitt og annað smálegt innan húss áður.

Ehemm...það eina sem sé sem ég hef gert utan húss er að þrífa bílinn og spjalla við nágrannana.

Ég var að koma úr skemmtilegu afmæli mágkonu minnar

Ástu Pálma

Til hamingju dúlla. 

Ásta Árna systir og Ásberg (berglindar veisla)

Lífsgátan var að vísu ekki leyst í afmælinu en við fórum langt með hana0002014A

Aðfaranótt laugardags var ég svo að ferja nokkur ungmenni heim frá Selfossi.

Þessi bláblikkandi á eftir mér fengu mig til að fara út í kannt,rúðan niður......Devil

Hva ? viljiði sjá á mér brjóstin núna ???

Nei bara ökuskírteinið....W00tPolice

Sólveig þú varst nú að flýta þér svolítið....Police

Já ég er að flýta mér Halo

Þú keyrðir alltof hratt.....Police

Já ó er það ? ég skal bara fara hægt í smá tíma og jafna það út HaloWink

Löggan var smá vandræðaleg og sagði mér að aka hægar....ég veit ekkert á hvaða hraða ég var.

En ég er næsta viss um að hefði ungmenni verið undir stýri hefði hann fengið sekt.

Á morgun byrja ég að vinna í golfskálanum.Völlurinn verður opnaður næstu helgi...Nú verð ég að fara að rifja upp golfmálið....

Grín er ekkert grín og nítjánda hola er ekki til.....Sideways

Eigið góðan mánudag....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sólveig, varstu að flýta þér pínulítið? 

annars ekki slæmt að klippa hekkið og tala við nágranna. Flott mágkona. Hafðu það gott á morgun líka

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.4.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Solla - alltaf góð

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sniðugt stelpa.  Löggan getur nú verið ágæt ef maður er hress við þá, elsku hettumáfana.  Gakktu ekki fram af þér á golfvellinum.   Golf 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: www.zordis.com

Já og svo er það forgjöf en ekki forleikur!  Mundu það ....

Gangi þér vel á morgun hazar gellan mín.  Knús inn í nóttina!

www.zordis.com, 20.4.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Risaknús til þín dúlla, ég var svo tóm eftir fundastandið hjá mér að ég hef ekki meikað að blogga. EN er búin að vera á fullu að planta klippa, gróðursetja þvo hús og bíl og njóta þess að geta verið á fótum og gert það sem ég vil Besta tilfinning i heimi

Ofurfaðmlag og þvottaklemmur til  þín frá mér

Sigrún Friðriksdóttir, 20.4.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Ólafur fannberg

mánudagsinnlitskvittunarknús

Ólafur fannberg, 21.4.2008 kl. 07:56

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Já ég sá það  sumir láta verkin tala og aðrir bara tala

Solla Guðjóns, 21.4.2008 kl. 08:34

8 Smámynd: Dísa Dóra

hahahaha þú ert yndisleg - jafnvel þó þú sért glanni

Dísa Dóra, 21.4.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha tekin af löggunni á Selfossi hræðilegasta löggan á landinu að því að sagt er   Já Solla mín vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún, syngur í runni og senn kemur lóa, svanur á tjarnir og þröstur í tún.  Tralala...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:07

10 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Solla, ertu ökuníðingur???? Jæja, þú virðist kunna á lögguna. Eigðu yndislegan dagKær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 14:39

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já er það, heldur þú líka að þú sért 18 ára, gott að þú fékkst nágranna til að spjalla við.
                           Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 16:48

12 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hmmmm talandi um nágrannanna, þá veit ég að einn þeirra er bísna "grænn" um fingur.  Á sú sjálf einhverja 200 metra af hekki og grindverki, og gengur berserksgang vor hvert í hekki og garðvinnu.  Gætir kannski nýtt þér það, ef þú hittir á systur á "góðum grænum degi"

  Ég er hinsvegar búin að SÓPA sólpallinn, og garðvinnu þar með lokið hjá mér.

  Knús á þig.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 17:47

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Sigga. já við systirþín erum jafnóheppnar með þessi ferlíki....áðan þegar ég var að kom heim þá var hún að ruslast eitthvað til þarna hinu megin.Vert þú bara á þínum sóp

Hræðilegasta lögga á landinu Ásthildur og sýslumaðurinn Ólafur Þvagleggur náfrændi minn

Ég vildi gjarnan hafa líkamsburðina sem ég hafði fyrir 30.árum Guðrún

Og já ég er dádill glanni en reyni að passa mig.....mér finnst samt best að keyra þegar hraðamælirinn vísar beint upp

Solla Guðjóns, 21.4.2008 kl. 18:21

14 identicon

Æ, sé þig alveg fyrir mér... með lögguna að skammast  Ég slapp líka vel um daginn þegar löggan stoppaði mig, fékk ekki sekt

Knús og gangi þér vel að "hugsa" um garðverkin

zoti 21.4.2008 kl. 21:12

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Sollubollan mín. Þú ert einfaldlega svoooooooooooooooo mikils virði að sækja heim.  Fallega drauma , fallega kona.

Heiða Þórðar, 21.4.2008 kl. 23:46

16 Smámynd: Tiger

  Hahaha.. frábær færsla hjá þér Ollasak mín. Sko, ég hefði nú frekar viljað sjá brjóstin - en þar sem ég er ekki löggimann þá verð ég bara að sætta mig við að komast ekki í slíkar aðstæður.. hahaha.

Vorverkin eru oft erfið að byrja á, sérstaklega þegar maður er með stóran garð og mikið af gróðri. Málið er einmitt að taka það bara rólega, beð fyrir beð - og spjalla bara meira við nágranna sína inn á milli. Gangi þér vel með hamaganginn ljúfust og eigðu yndislega viku..

Tiger, 22.4.2008 kl. 13:38

17 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað hefðir þú gert ef löggan hefði sagt JÁ!?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.4.2008 kl. 18:46

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahah Gunnar ég er búin að vera að bíða eftir þessari spurningu......svarið yrði "Villtu bara ekki líka sjá mynd af mömmu??? Perrinn þinn !!!!!! ha!!!!?????"

Solla Guðjóns, 22.4.2008 kl. 18:54

19 identicon

Já það er þetta með  brjóstin ......  hurru ertu ekki búin að skoða meilið þitt???  eða ertu að leika þér að grínast?

zordis 22.4.2008 kl. 23:08

20 Smámynd: Margrét M

he he þú ert nú meiri prakkarinn

Margrét M, 23.4.2008 kl. 09:22

21 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Góð :)

Vatnsberi Margrét, 23.4.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband