Þetta er júróvísjonlag,þetta er júróvísjónlag..........Til hamingju með sigurinn!!
24.2.2008 | 06:40
Þett'er meiriháttar júróvísjónlag...........
Þett'er alveg tíbíst júróvísjonlaag.......
Viðurkenni fúslega að mér finnst Spaugstoujúróvísjónlagið .......besta júrólagið...nee djók...en Spaugstofumenn fóru á kostum í gærkvöldi.http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4359995
Menn hafa farið geyst í að tjá sig um sigurlagið og kommentið hans Friðriks Ómars
(sem mér fannst nú allí lagi og hef heyrt að það sé vel réttlætanlegt).....
Ýmist með eða á móti eins og gengur..
Fólk tekur þessa keppni sem enginn vill missa af......
og ennþá færri horfa á ........djóóók......
mis alvarlega....
Mér finnst þessir krakkar vel að sigrinum komnir.......
Ég eyddi minni inneign í þetta lag og lag nr.9002001.....Lag Davíð Olgeirssonar....
júrólag eða ekki ....þá hreifst ég mjög af því lagi og söngurinn var ja bara ólýsanlega flottur......
Mér fannst líka guluhanskalagið gott þegar ég hélt fyrir augun...
Ho Ho Ho.......mjög flott lag en var ekki alveg að skila sér þarna í gær
Þetta voru allt mjög flott lög misjafnlega vel flutt.....
Lengi lifi Spaugstofan!!!
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með kommentið hans Ómars??? hef ekki heyrt neitt, enda ekkert inni í þessu
horfði af skyldurækni með öðru í gærkveldi, en er bara ánægð með lagið.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2008 kl. 08:01
Veit ekki neitt um komment en var búin að lesa fyrir keppnina að fólki fanst mismikið til söngvarans koma, af hverju fylgdi ekki sögunni! Þetta virðist vera hinn besti söngvari og með Regínu flottur.
En eins og ávallt ÍSLAND MUN SIGRA JÚRÓ Í ÁR!!!!!
www.zordis.com, 24.2.2008 kl. 10:26
? ok kvitt!!
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 24.2.2008 kl. 10:26
Hvað sagði Friðrik Ómar sem stuðaði fólk? Lagið flott og átti skilið að vinna!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 11:54
hann sagði á sigurstundu "Glymur hæst í tómun tunnum¨" smá skot á Mercedes......mér fannst það bara findið en svona er ég bara......
Solla Guðjóns, 24.2.2008 kl. 12:05
Ég var alveg sátt við þetta lag, áfram Regína og Friðrik.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:33
hahahahah mér fannst það nú líka fyndið Voru einhverjir fúlir yfir því?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:35
ég er sátt og fannst kommentið bara broslegt. en það eru alltaf einhverjir hörundssárir. Til hamingju með daginn
Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 15:53
Ég ætla bara segja að ég er að horfa á spaugstofuna núna...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 17:57
Mér finnst sigurlagið flott. Hef reyndar ekki fylgst nógu vel með í vetur og hafði ekki séð þetta lag áður. Alveg sammála þér að Davíð Olgeirsson var með flott lag. Ég kaus hana Ragnheiði Gröndal með lagið hennar Fabúlu
Svala Erlendsdóttir, 24.2.2008 kl. 19:35
Mér fannst Ragnheiður Gröndal fín og líka lagið Hvað sástu í honum. En ég er svo gamaldags.haha Tl hamingju með daginn
a href="http://s254.photobucket.com/albums/hh108/telpukona/?action=view¤t=roses-1.gif" target="_blank">Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2008 kl. 19:49
Varð að koma og knúsa þig smá, svo langt síðan síðast
Sigrún Friðriksdóttir, 24.2.2008 kl. 23:05
Takk ástin........
Jórunn mín takk fyrir þennan falllega blómvönd.........ég fékk einn glæsilegan túlípanavönd frá syni mínum.
Solla Guðjóns, 24.2.2008 kl. 23:14
Ég alveg sammála þér, mér finnst þau Regína og Ómar frábær saman og lagið mjög gott hjá þeim.
Vona að þú hafir átt yndislegan konudag Kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 25.2.2008 kl. 00:52
KNÚS!!!!!!!!!!!
Ester Júlía, 25.2.2008 kl. 07:33
Verð að segja að ég hefði miði frekar vilja sjá svipinn á Friðriki Ómari ef að hann hefði ekki komist áfram síðast þá varð hann svo fúll að það var ekki fyndið mér finnst hann ákaflega leiðinlegur söngvari og ég er hundfúll að hann skildi komast áfram hefði frekar vilja sjá vöðvamassana fara áfram en alls ekki Frikka
Kristberg Snjólfsson, 25.2.2008 kl. 11:09
Já Krútti minn massarnir voru með mjög flott lag og bjóst ég alveg eins við því að það færi og var í rauninni hissa þar sem allir virtust veðja á það.Það breitir því hinsvegar ekki að mér finnst sigurlagið mjög gott og frambærilegt.......OG ég hef mikið dálæti á Friðriki Ómari.
Esro mín til hamingju með bróður þinn Davíð sem mér finnst alger æðibiti.
Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 12:14
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:33
Enn og aftur klúðruðum við Íslendingar því að senda alvörulag í júróvisjón. Lag sem er aðeins öðruvísi en þessi hefðbundnu júróvisjónlög. Dr.Spock voru yfirburðabestir á laugardag rétt einsog Botnleðjudrengirnir voru um árið, en því miður þá sáu ekki nógu margir Íslendingar ekki snilldina í þessu. Ég vill ekki setja nein ljót orð hérna og því ætla ég ekkert að minnast á sigurlagið. Mér hefur að vísu fundist í nokkur ár að við ættum að senda Megas í júróvísjón, hann myndi vekja mikla athygli, engin spurning og þegar útlendingar spyrja okkur hvað hann væri að syngja um þá gætum við einfaldlega sagt "ég hef ekki hugmynd um það, það hefur ekki nokkur maður skilið hann í 20 ár"
Guðjónsson 25.2.2008 kl. 21:49
Þú segir nokkuð.....ég verð að segja að ég fylgdist voða lítið með kynningunum á lögunum var að sjá guluhanskalagið í fyrsts skipti þarna en þegar ég tók fyrir augun og hætti að sjá lagið og fór að hlusta á það þá fannst mér það bara nokkuð gott.
En þú hefur lög að mæla með Meistara Megas.
Gaman að heyra frá þér snillingur.
Solla Guðjóns, 26.2.2008 kl. 08:35
Já, svo er spurningin að hætta að vesenast í Júró keppninni ...... nehhhh það væri nú meiri vitleysan!
knús inn í daginn .....
www.zordis.com, 26.2.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.