Solla þúrt me ljóddar TÆR..
4.12.2007 | 09:47
Sagði litla þriggja ára skrípið hún Natalía Diljá við mig í gær þar sem ég hringaði lappirnar undir mér í sjónvarpssófanum og ekki nóg með það hún hrillti sig og labbaði í burtu og tautaði oggisslett.....snéri svo við og sagði... Solla þú verður að fara í bað......humm ég kíkti undir annan fótinn og sá að ég var þokkalega óhreyn á fætinum......það upplýsist hér með fyrir þá sem ekki þekkkja mig að ég geng alltaf berfætt og er ekkert að fara í skó þó ég stökki út með ruslið eða á snúruna eða bara út í smók.....Samt undantekningar ef ég fer á skemmtistaði eða eitthvað svoleiðis og eins núna í kuldanum hef ég verið í sokkum annars verður mér svo asskoti illt í fótunum..
Aldrei datt mér í hug að ég mundi blogga um mínar forljótu tær........
Þetta var bara svo mikil snilld að heyra og sjá krakkann.
Rokið er að hlæja að mér og jafnvel mana mig að koma út og setja upp séríur á bílskúrinn og kringum anddyrið.....eitthvað sem var á áætlun fyrir mánaðarmót.
Þar sem ég er ekkert endilega eins og aðrir og rokið er að bulla í mér er ég að fara út með hamar og tilheyrandi því nú skulu tendruð ljós........
Ef þið heyrið fréttir í hádeginu.......kona hátt á fimmtugsaldri í Þorlákshöfn fauk úr Eyjahrauni út að sundlaug....konan hafði í fórum sínum hamar og forláta jólaljósaslöngu.......stigi var fastur við ljotar tær konunnar..........
JÁ ÞAÐ ER FRÉTT UM MIG.
Athugasemdir
Láttekkisonna ...... Ég er ein af þessum berfættu konum. Nú getum við stofnað klúbb berfættra kvenna !!
Knús á þig og rokið og hamarinn og ljósin í bænum ... er eitthvað betra en að skella sér í heitan pott ef þú tekur flugið?
www.zordis.com, 4.12.2007 kl. 10:16
altaf að hlusta á börnin fara í bað kona
Kristberg Snjólfsson, 4.12.2007 kl. 10:46
yndisleg þessi börn ..
Margrét M, 4.12.2007 kl. 14:27
"Ljótar tær sáust á sveimi yfir Þorlákshöfn í dag. Ljósum prýddar með stigaræskni á fljúgandi fart í eftirdragi"! Fjölmargir hringdu inn til lögreglu og létu vita af "sýn" þessari. Eru nú "20 geðlæknar með hjúkrunarliði" á leið austur fyrir fjall, að gera "neyðarkönnun" á hrakandi geðheilsu Þorlákhafnarbúa!
Var þetta annars ekki í fréttum í dag?
Sigríður Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 19:47
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2007 kl. 20:03
Ástandið hér austan fjalls er þannig að ekki sést sjónvarp,örugglega ekki heldur útvarp.......meina sko sést alveg útvarp en heyrist ekki.
Ég stóð mig asskoti vel í stiganum,veðrið réði hvergi við mig.......þannig engar fréttir til að lífga upp
á sálartetur þorlákshafnarbúa
Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 20:22
Hahah . Vonandi urðu tærnar hreinar í lauginni. Ég geng svona á sokkunum um allt og er líka stundum með ljóta botna. Stelpan litla var frábær.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2007 kl. 20:28
Hahaha Frábær þessar elskur! Og gott að þú ert heilu og höldnu eftir ljósaupphengiríið
Knús til þín sæta
Elín Björk, 5.12.2007 kl. 00:11
Þú er ótrúleg og alltaf gott að viðra tærnar annað slagi líka
Knúss og klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 5.12.2007 kl. 08:41
hehehe.. ótrúlega hreinskilin lítil stelpa. Kanski best að þvo tásurnar fyrir jólin
Svala Erlendsdóttir, 5.12.2007 kl. 09:27
góðar táslukveðjur
Ólafur fannberg, 5.12.2007 kl. 10:03
Knús tásulína
Vatnsberi Margrét, 5.12.2007 kl. 16:13
hehehe, yndisleg lesning.
Heiða Þórðar, 6.12.2007 kl. 02:04
Börnin er barasta yndisleg, hrein og "tær" og ekkert að skafa af sínum hugsunum. Krútlegur pistill, kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 6.12.2007 kl. 11:43
Gott að geta veitt tilhlýðilega upplýsingar ef svo skyldi fara Solla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 13:52
Haaaalllllllóóóóóóóóó ..... 8 des og styttist í allt trummsi!
Ég er að leita að jóla-andanum á fullu
www.zordis.com, 8.12.2007 kl. 20:50
hahaha
þú ert bara eins og ástralir, ganga um flest allt berfættir
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 8.12.2007 kl. 21:29
það væri lag að vera með svonnna hollýwúdd glitrandi vink kalla þegar kona droppar svona inn í leit að nýjum fréttum!
Knússl á þig tássla!
www.zordis.com, 9.12.2007 kl. 11:20
hitt litlu sætu skvísuna í RL-VÖRUHÚSI lol í gær var bara feiminn við mig þessi náta svo sæt !!!
verð að koma og hitta hana hjá þér ekki fór mikið fyrir því að hún væri feiminn við mig þegar ég gekk með Auðunn Ara
Sigrún, 10.12.2007 kl. 11:42
dóttir mín er svona líka ! skil þetta bara ekki, mér er alltaf kallt á tásunum.
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 21:55
Þú ættir bara að sjá mínar tær!
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 22:35
Hahaha, ég hló upphátt að þessu bloggi:D
Ekki samt fara út í óveðrið, þú getur orðið lasin Solla mín;)
Sjáumst
Daníel Haukur, 11.12.2007 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.