Kompás....Meðan pabbinn
14.11.2007 | 02:16
dundar sér við að setja upp nýja eldhúsinnréttingu...leikur dóttirin sér að smokkum.....
Mynd þessi er tekin í ágúst í '06.
Þá var ég að vinna í Herjólfi og einhverir voru á bryggjunni að gefa smokka um verslunarmanna-helgina
og
auðvita þáði maður og henti þeim svo á eldhúsborðið þegar heim var komið og gerpið og vinir hennar fóru að skoða.Teija og toga,blása,spyrja og flissa,flissa,flissa...
Flottar umræður sköpuðust og smokkur varð allt í einu ekkert feimnismál,en vangavelturnar voru miklar hjá sakleysingjunum í þessum efnum.
Yndislegust þessi
krakkaskrípi.
Svo var brugðið á leik og gúmmíið sett á hárfroðubrúsa sem svo skemmtilega vildi til að þegar ýtt var á hann þá ..þið vitið....mjög raunverulegt..........og ætluðu ungmennin alveg vitlaus að verða.
Ég held að það sé gott að byrja að kynna krökkunum verjurnar áður en þau verða of feimin við að tala um þær og notkun og notagildi þeirra.
Dóttirin sat sem límd við Imban að horfa á Kompás í kvöld
þar sem fjallað var um klamydíu og öruggt kynlíf með notkun smokks og var ég mög hrifin að sjá hvernig kennarinn talaði við krakkana hispurslaust um þessi mál og sniðugur póstskassinn hjá henni.
Brilljant hugmynd sem allir skólar ættu að taka upp.
Hér á bæ eru allir með sína eldhúsrúllu snýtandi á milli hóstahviðanna....ég sit hér og pára smá með OB í sitthvorri nösinni.......heitir það annars ekki ennþá OB ???????
Knús á línuna.
Athugasemdir
O.B. í nasavaengjum! Kúlt og smart ... vaerir sennilega kjörin í gjörning fyrir mig núna.
Já, fraedsla á ad vera lipur og hispurslaus ... bannad ad vera med feidmi en mikid man ég eftir hvad krakkarnir fordudust ad raeda zessi mál á sínum tíma.
Knús á zig saeta kjeddling ....
www.zordis.com, 14.11.2007 kl. 08:07
Bataknús til ykkar
Vatnsberi Margrét, 14.11.2007 kl. 09:58
Æ látið ykkur batna kvefið. Það er gott hvað talað er frjáslega við krakkana núna. Ekki veitir af.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.11.2007 kl. 16:35
Kvefið er á undanhaldi hjá mér vona ég allavega vonandi hefur þátturinn áhrif á krakkana þetta er ekkert grín, ef að smit berst sama hvers eðlis það er
Kristberg Snjólfsson, 14.11.2007 kl. 17:18
! Góðan bata. Fer með pakka af "OB" í vinnuna á morgun. Þar annar hver maður með óstöðvandi hor og snýtur!
Sigríður Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 18:37
Opinská umræða við börnin er bara lífsnauðsyn og á ekki að vera neitt feimnismál. Batakveðjur Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 01:12
Satt er það.Það þarf að fræða krakkana í takt við tímann.....samt eru einhverir hneykslaðir á mér að hafa sett þessa færslu inn
Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 01:30
Fólk hneikslast út minna en þessu ..... kanski fólk sé hrætt að mæta þér með upprúlluð dömubindi í nasavængjunum ....
www.zordis.com, 15.11.2007 kl. 07:58
góður Þórdís
Vatnsberi Margrét, 15.11.2007 kl. 10:05
Nei sjáiði....branið með smokk.......
Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 12:12
Góð hugmynd Ollasak mín með verjurnar. Og láttu þér batna sem fyrst, ekki gengur að vera með hor og slef lengi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 18:10
www.zordis.com, 15.11.2007 kl. 21:29
Þetta var góður þáttur, kennarinn var flottastur, hispurslaus og eðlilegur. Þetta kom líka af stað umræðum heima hjá mér og kom mér skemmtilega á óvart hversu vel upplýstur unglingurinn er. Skólinn bara að standa sig vel.
Umhugsunarverð er þó breytingin á spurningunum sem kennarinn er að fá. Hvað eru blessuð börnin að hugsa? Í hvernig veruleika lifa þau?
Kristjana Bjarnadóttir, 15.11.2007 kl. 21:58
Einmitt Kristjana spurningarnar voru af því taginu sem manni finnst alla vega að svo ungir krakkar ættu ekki að vera að leiða hugan að.......en samt gott að þær komu.
Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.