Hann pabbi minn Guðjón Ragnar Helgi Jónsson.
12.11.2007 | 14:46
þessi mynd af pabba og Gunnu stelpunni minni er tekin fyrir 8-9 árum í bústaðnum á Eyri í Skötufirði.Afi að taka stelpuskottið sitt fast og segja henni skrýtna sögu því hún vildi fara út á fjörð að róa en það var ekki hægt og þrjósk og virkilega ákveðin stelpa lætur ekki segja sér það án baráttu.
Pabbi minn sem var og er albesti og skemmtilegasti pabbi,afi og langafi sem ég get hugsað mér hefði orðið 71.árs í fyrradag en hann lést fyrir rétt rúmum 4.árum.
Ég ætlaði að skrifa mikið og margt um hann pabba minn en finn að ég get það ekki núna.Minningarnar flæða yfir mig.Ég sakna hans óskaplega og tala oft við hann og heyri hann í huganum tala við mig.
En í dag á litli bróðir Guðjón afmæli...til hamingju með það elsku kall.
Sýnist sem ég sé að segja honum eitthvað fyndið....
Athugasemdir
Til hamingju með bróðir þinn, mér sýnist nú að þú hefðir átt að segja yngri bróðir þinn en ekki lítli bróðir þinn Kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 12.11.2007 kl. 15:40
Hehe já báðir bræður mínir eru yngri en ég en mikklu mikklu stærriTakktakk.
Solla Guðjóns, 12.11.2007 kl. 15:47
Til hamingju með bróðir þinn .... Fjallið á líka afmæli í dag svo við fögnum saman Ég er að fara að blanda í eina búðarköku og kaupa upp kertalagerinn! knús á þig sæta sæta!
www.zordis.com, 12.11.2007 kl. 16:47
Þó það séu liðin fjögur ár samhryggist ég þér með hann pabba þinn. Hann var og ungur þegar hann dó. Minn dó lika fyrir fjórum árum 83 ára og mjög stlitinn og það er annað. Allataf hugas ég með hýju til hans því hann var góður pabbi.
Til hamingju með hannbróður þinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.11.2007 kl. 17:04
Til lukku með bróa, minningar um góðan pabba, afa og langafa fylgir alltaf gott að ylja sér við fallegar minningar um góðan mann.
Kristberg Snjólfsson, 12.11.2007 kl. 17:23
Til lukku með brósann
Knús til þín
Elín 12.11.2007 kl. 17:25
Elsku Sollan mín. Risaknús og faðmlag til þín. Það er gott að eiga góðar minningar, leyfðu þeim að flæða...
Til hamingju með "litla" brósa og frændann -og til hamingju með góðan árangur í lesblindu-baráttunni.
Lísa 12.11.2007 kl. 18:33
Knús á þig ljúfust, það er sárt að sakna ástvinar. Mikið skil ég þig vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:38
Til hamingju með strákinn. Tek undir með Ásthildi. Við höfum þó alltaf minningarnar, getum talað við stjörnurnar og hugsað
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 21:50
knús í kaf
gott að ylja sér við ljúfar minningar.
til lukku með lilla bró og vá hvað hann er nú líkur pabba sínum !!
Sigrún, 12.11.2007 kl. 22:06
Knús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.11.2007 kl. 09:52
til hamingju með bróðirinn ,,, yndislegt að eiga góðar minningar um gott fólk
Margrét M, 13.11.2007 kl. 10:58
Til hamingju með brósa. Gott að eiga góðar minningar um góðan pabba
Svala Erlendsdóttir, 13.11.2007 kl. 13:22
Til hamingju með bróðirinn :)
Pabbi þinn átti sér engan sinn líkan frábær í alla staði
Vatnsberi Margrét, 14.11.2007 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.