Áskorun-afritið og birtið. Með því segjum við nei við svona hegðun !

Til að fyrirbyggja allan misskilning fyrir þá sem ekki vita þá er eftirfarandi ekki um föður minn.En faðir minn andaðist tæplega 67 ára gamall.

Hér er um áskorun að ræða sem ég tók sem ber heitið:

 

Áskorun-afritið og birtið. Með því segjum við nei við svona hegðun !

 

Mig langar að deila þessari sögu helst með öllum og vona að engin/n lendi í svona löguðu.

Klukkan 04:00 í nótt fékk ég upphringingu frá lögreglunni í Reykjavík sem tilkynnir mér það að hún sé stödd upp á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi með föður mínum. Maðurinn sem ræddi við mig bað mig um að koma því að faðir minn hafi lent í fólskulegri líkamsárás og verið rændur.
Þegar ég kem upp á spítala er lögreglumaður á vakt látinn vita af mér og við löbbum saman inn á herbergið þar sem faðir minn hvílist. Þegar ég kem að rúminu sem hann lá í brá mér nú heldur betur. Hann var augljóslega illa laminn, blóðugur í framan og með mikla verki. Eftir að hafa fellt nokkur tár og kysst pabba gamla á ennið var farið með hann í sneiðmyndatöku og röntgenmyndatöku. Á meðan því stóð, fræddi lögreglumaðurinn mig um atburðarás kvöldsins sem faðir minn hafi lent í. Hann hafði farið niður í bæ klukkan rúmlega 23 í gærkvöldi. Hann bað leigubílinn um að stoppa efst á Laugarvegi fyrir neðan Hlemm. Þar fór hann út og gekk inn á stað sem heitir Kaffisetrið. Hann fór inn og spjallaði við fólk á staðnum of fékk sér nokkra bjóra. Því næst ætlaði hann sér að labba niður Laugaveg og niður á Lækjargötu til að finna sér leigubíl og halda heim. En á leið sinni niður Laugarveg gengur að honum ung stúlka og biður hann um að gefa sér eld, sjálfsagt hélt hann nú og fer í vasa sinn eftir kveikjara, biður þá stúlkan hann um að koma inn í húsasund þar sem hún ætlaði að reykja sígarettuna. Faðir minn gengur inn í sundið og gefur henni eld. Því næst er ráðist aftan að honum hann sleginn aftan frá með einhverju barefli. Hann dettur niður í malbikið og rankar svo við sér þegar þung fótspörk dynja á andliti hans og skrokknum. Stúlkan og maðurinn taka veskið hans með 6000 kr. öllum kortum, debet og kredit, síma, hús og bíllykla tóbak, úrið og gleraugun hans. Faðir minn sagðist ekki geta séð nógu vel því að mikið blóð rann úr vitjum hans. Því næst segir maðurinn við hann, "Farðu úr jakkanum helvítið þitt" og endurtók þessa setningu nokkuð oft. Faðir minn lá enn í götunni og höggin dundu enn á honum. Þeim tókst ekki að ná honum úr jakkanum þar sem hann lá á götunni og svo sperrti hann upp tærnar svo þau gætu ekki rifið af honum skóna. Hann var viss um að árásarmennirnir væru nokkrir, en sá þá því miður ekki nógu vel. Stúlkan og mennirnir héldu því á brott og faðir minn skakklappaðist aftur á Laugarveginn og fann þar unga drengi og bað þá um að hringja á lögregluna. Einn drengjanna gerði það og beið með föður mínum þar til lögreglan kom. Hann var keyrður í snatri upp á slysadeild.

Áverkar; 2 skurðir í andliti eftir spörk, annar fyrir ofan auga og annar fyrir neðan augað, 1 skurður á hnakka eftir barefli, brotin rifbein að aftan, nefbrot auk sjónskaða sem á eftir að rannsaka betur. Einnig aumir vöðvar, skrámur á hálsi og marblettir.

Faðir minn er 67 ára gamall eldri borgari og finnst mér þetta hræðileg meðferð á manngrenjinu, nú liggur hann illa særður, líkamlega og andlega. Hann talar stanslaust um að hann hreinlega bara trúi þessu ekki. Þetta er það óheiðarlegasta sem hann hafi lennt í á allri sinni ævi, jafnframt það fólskulegasta. Í gamla daga gátu menn borið hendur fyrir sig og varið sig. Þá þekktist það ekki að nokkrir menn kæmu aftan að mönnum og lemdu þá til óbóta liggjandi í götunni.

Lögreglan sagði mér að þetta væri víst daglegt brauð um helgar að fólk leitaði að auðveldum fórnarlömbum sem þau/þeir gætu hugsanlega grætt 5-15 þúsund krónur á. Þ.e.a.s selt síma þeirra, stolið lausaféi, selt flíkur þeirra og skartgripi. Og margir aldraðir skrifi pin númer sín og geymi í síma eða á miða í veskinu.

Mig langar að gera eitthvað róttækt, en kannski líður þessi tilhneygjing mín hjá þegar pabba batnar, en ég er svo reið og sár. Það vantar augljóslega miklu meiri sýnilega löggæslu í miðbæinn og var mér sagt að það sé einmitt það sem ríkislögreglustjórinn vill gera en ekki fáist fé til þess.
Hversu margir þurfa að slasast? Eða jafnvel deyja?

María.

Solla skrifar eftirfarandi.

Þetta getur ekki haldið svona áfram.Það er komið meira en nóg af þessu andskotans böli.

Líkamsárásir,innbrot,þjófnaður af öllu tagi 

og já sjúkleikinn er svo mikill að

hús eru brennd

bílar eyðilagðir

 fólk myrt.

Ég græt.

Ég græt yfir öllu þessu ógæfusama fólki sem hafa orðið

helvítis eitrinu að bráð.

Ég græt yfir aðstandendum þessa aumingjans fíkla.

Og saklausum þegnum þessu líka hnökralausa hamingjusama landi okkar

sem verða fyrir barðinu á þegnunum sem villtust af braut.

Ég græt yfir hvað ég er vanmáttug.

Ég er

algerlega gjörsamlega bandbrjáluð og hef verið lengi yfir úrræðaleysi stjórnvalda.

Segi nú bara frá mínu hjarta ég fyrirlít stjórnvöld fyrir að vera svona miklar skræfur

að þora ekki að segja eiturlyfjainnflytjendum stríð á hendur.

Ég fyrirlít stjórnvöld fyrir að gera fíklum og öðru ógæfufólki ekki kleift að fóta sig aftur í lífinu.

Ég fyrirlít stjórnvöld fyrir að koma ekki á meðferðarúrræðum sem

bera árangur.

Það ætti löngu löngu að vera öllum ljóst að 6.vikna meðferð og gúddbæ er hreint ekki að virka.

Einhverjum kann kannski að þykja að ég sé að verja fíkla.Það er ég alls ekki að gera og mun aldrei gera.

HINS VEGAR finnst mér að allir eigi að fá tækifæri til að afeitra sig og lifa eðlilegu lífi EEn það verða líka að vera forsendur til að það sé gerlegt.

Það er veik von mín að Samfylkingarliðið taki þessi málefni fyrir.

Sjálfstæðismenn hafa hingað til ekki sýnt neina burði í þá veru.

SVONA ykkur að segja þá hef ég oft velt fyrir mér afhverju er svona ógerlegt að mér virðist að koma böndum á þessa djöfla sem smygla þessu inn í landið?

Er eiturlyfjaheimurinn sterkari en ríkisstjórnin.

Vá hvað ég er sorgmædd.

Í þessum efnum nær það ekki að sefa mig allt það yndislega sem lífur hefur fært mér og hefur upp á að bjóða.

Afsakið blótsyrðin.

Knús á línuna .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta er ömurleg staðreynd sem fylgir ógæfufólki sem misnotar eiturlyf, það svífst einskis jafnvel að níðast á börnum og gamalmönnum

Kristberg Snjólfsson, 28.5.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ömurlegt! Ömurlegt! Ömurlegt! en knús á þig fyrir að taka þetta upp

Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sorglegt !

Ljós til þín og þeirra, alls ógæfufólks

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Skelfilegt hvernig þróuninn er

Vatnsberi Margrét, 28.5.2007 kl. 14:49

5 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt að lenda í svona og skiljanleg tengsl tilfinninga reiði og sorgar!  Af hverju geta ekki dýrin í skóginum verið vinir?  Af hverju er ljótleikinn komin á það stig að skemma og hæða?  Það er von að guð frelsi ljótleikann og fólk finni hamingju í gerð góðra verka!  Við erum kanski á rangri jörð til að sjá þetta gerast.  Í teymi fjöldans getum við beðið um betri heim og uppskorið samkvæmt því.  Þessi saga sem er ljót segir mér það eitt að Ísland er grimmt og hættulegt land, land þar sem engum er óhætt einum!

www.zordis.com, 28.5.2007 kl. 19:02

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Solla mig langar til að vott þér samúð að hafa misst föður þinn svona ung.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.5.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband