Er eitthvað að marka stiörnuspár??

Dagurinn í gær var langur og erfiður.

Jafnframt mjög lærdómsríkur.Í gærkvöldi sat ég frábæran fund fyrir formenn foreldraráða Gr.sk. á Suðurlandi sem haldinn var á Flúðum.Helga M Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla hélt þann frábærast fyrirlestur sem ég hef nokkurn tíman hlýtt á og hef ég þó farið á þá marga.En þessi verður lengi í mynnum hafður.Ég sem var að hætta í foreldraráði,er búin að sitja minn tíma,gef sko kost á mér aftur því það er bara alls ekki hægt að labba í burtu með alla þá fræðslu og vitneskju sem ég fékk í gær.

Þá vitið þið það:

Solla í "framboði"

En ég var að glugga í stjörnuspánni og ákvað að kíkja á daginn í gær því hann var eins og hann "var"

Mán 14.5.2007

 Bogamaður (22.nóv - 21.des)
Ef þú tileinkar þér að starfa eins og þú hefur ávallt ætlað þér að gera, munu draumar þínir auðveldlega rætast innan skamms en aðeins og þú virkilega ætlar þér. Þú virðist búa hér yfir mikilli orku eins og skínandi sól. Það lítur út fyrir að einhver hafi sært þig fyrir þó nokkru af einhverjum ástæðum og þú virðist taka það töluvert nærri þér miðað við stjörnu bogmanns hérna. Reyndu að njóta stundarinnar og návist vina þinna og fjölskyldu í meira mæli.

Segi og skrifa þetta á við mig að öllu leiti.

og þá er það dagurinn í dag.

Hvað segja stjörnurnar:

Þri 15.5.2007

 Bogamaður (22.nóv - 21.des)
Varðandi dagana framundan ert þú minnt/ur á að rasa ekki um ráð fram í ástamálunum og láta ekki ástríðuhitann blinda þig. En hér kemur einnig fram að þú ert án efa sjálfum/sjálfri þér nægastur/nægust og viljasterkastur/viljasterkust en það eflir metnaðargirni þína án vafa. Þú hefur eflaust á tilfinningunni að þú ert fædd/ur til að sigra og það er staðreynd ef þú leggir þig fram við að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Væri nú alveg til í að velja  en jamms flest passar.

Hvað  segir Beta sys ...og hinir bogamennirnir???

 og þið hin????

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Afi heitinn var bogamaður og hann er einn af þeim allra yndislegustu mannverum sem ég hef kynnst!  Eðalfólk án vafa sem fæðist undir stjörnu bogamanns!

Mig dreymdi rauðar rósir ... eða réttara sagt opnaði ég augun í nótt af því það var kallað á mig.  Þar stóð einhver með búnt af rauðum rósum með sérstaklega fallegum rósarblöðum.  Svona gerist fyrir steingeitur með tungl og sól og krabba og alles í húsum sem standa eftir himnalínunni!

Hvað þýðir þetta???  Mig var að dreyma klikkað   En elskulega kona þá ertu yndisleg rétt eins og þú ert og verður bara að velja rétt, pústa út og brosa!  Knússssssslur og kreissssstur þó ekki hreistur á þig!

www.zordis.com, 16.5.2007 kl. 07:08

2 Smámynd: Solla Guðjóns

 Þórdís..Rósirnar gætu verið frá mérVar svo þreytt í gærkvöldi að ég fann ekki orð til að kommenta eins og ég vildi og hugsaði svo mikið til þín.Kanski eru allir að senda þér rauðar rósir því þú ert svo mikið yndi

Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 08:03

3 Smámynd: Ester Júlía

Þetta á nú bara ótrúlega vel við mig þessa dagana! Held það geti vel verið að marka stjörnuspár..en þetta eru þó vísindi sem eru fyrir ofan minn skilning .  Ég elska bogmenn ,  þeir eiga ótrúlega vel við mig ( enda bogmaður sjálf) Knús

Ester Júlía, 17.5.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband