Ja hvort ég þurfi að blogga?Var manni Komið á óvart? ÓJÁ

 174697146

Nýliðin dagur 29.apríl .

Það var margt að ske í dag og ber þar hæst óvænt brúðkaup.

Litla systir og Baldur voru að gifta sig.

Baldur átti afmæli.Fyrir nokkrum dögum spurði Heiðbjört mig hvort ég nennti að baka tertu fyrir Baldur,þau ættluðu að bjóða í hádegissnarl þegar hann ætti afmæli og honum langaði svo í svona Sollutertu.Og auðvita var það ekkert mál þó hann ætti nú ekkert fimm eða tug afmæli,við erum svo oft að koma saman systkynin og öll afmæli eru merkileg hjá okkur.  Þar  sem ég var með matargesti í gærkvöldi og líka vinnuhelgi hjá mér þá nennti ég ekki að fullgera tertuna,bað Pálmason í morgun að fletja fyrir mig marsípanið meðan ég væri í Herjólfi.

Ég gerði nú bara eitthvað í fljótheitum enda hafði ég lítin tíma, átti að vera mætt um það leiti sem ég var að skríða uppúr DALLINUM

þannig Heiðbjört og Baldur þið voruð heppin að ég skrifaði ekki á tertuna:ÞETTA ER ENGINN GALDUR BALDUR en það hafði ég hugsað mér að gera því á síðustu sem ég gerði fyrir þennan brúðguma dagsins stóð:þetta er enginn aldur Baldur.

Við Pálmason straujuðum í Hafnarfjörð með tertuna og aðra til í skottinu.Heiðbjört var ferlega fín þegar hún kom til dyra og ljósmyndari smellti af í gríða og erg.

Og ég alveg:Vá hvað þú ert flott er verið að gifta sig eða hvað???

Kom auga á prestinn....og vá þurfti ég að buna útúr mér...,,ný komin úr Dallinum berfætt með táfílu og svita" sleppti með kúk í bandi ..loks hætti ég að tala og hinir að ansa.....og athöfnin hófst í stofunni þeirra.

Ekki laust við tár á hvarmi.Þetta var yndislega sætt.

Falllegt óvænt brúðkaup í hádegisverðarboði.

Frábær dagur.Síðasta sem ég heyrði frá Frú Heiðbjörtu var að hún sendi eftirfarandi sms til okkar systra laust fyrir miðnætti:

Djö...fávitarnir ykkar!!

Þíð skuldið okkur helling af hrísgrjónum!!

Það var ekki gott að fá nokkur upp í boruna!!

Má bjóða ykkur í hrísgrjónagraut.

Mr:B og Mrs Heiðbjört

Ykkar skál.

En dagurinn var ekki alveg farsæll fyrir alla í þessari frábæru ætt.Anton Freyr Betuson hoppaði heldur mikið á trampoíni og er í þessum orðum  á leiðini heim af slisó með gifs upp að hné.

En ég á að vera farin að sofa fyrir löngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Til Hamingju með Lilluna, Frú Heiðbjört!  Það er kominn annar tónn í tunnuna .... Fegin að þú komst ekki með Kúk í bandi, leiðinleg lykt af kvikyndinu ..... hvert sem mar fer!

www.zordis.com, 30.4.2007 kl. 06:07

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

til hamingju

Kristberg Snjólfsson, 30.4.2007 kl. 07:37

3 Smámynd: Ester Júlía

Til lukku með litlu systur! Hahaha..frábær skrif á tertuna, þú hefðir átt gera aðra með skrifunum sem þú hættir við .  Æ greyið Anton Freyr.. skelfilegt að meiða sig svona og það í byrjun sumars

 KNÚS!

Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 07:42

4 Smámynd: Ólafur fannberg

til lukku

Ólafur fannberg, 30.4.2007 kl. 08:29

5 Smámynd: Margrét M

til lukku með systir .. 

Margrét M, 30.4.2007 kl. 10:04

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Til hamingju með litlu systir,þú knúsar hana hamingju knús frá mér næst þegar þú hittir hana

Doktorinn sagði við okkur þegar Íris meiddi sig á trambolíni að vertíðin væri byrjuð. Vona að kúturinn verði fljótur að gróa sára sinna.

Vatnsberi Margrét, 30.4.2007 kl. 10:30

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk fyrir hamingjuóskirnar öll.

Anton Freyr er 15.ára rosa efnilegur handboltamaður leikur með Selfoss og kemur sterklega til greina í unglingalandsliðið.Þannig að hann mátti illa við þessu.En það er sterkt í ættini svo hann verður trúlega jafn góður.

Solla Guðjóns, 30.4.2007 kl. 10:35

8 identicon

Til hamingju - skemmtileg svona brúðkaup.

 hahaha ... Þú ert bara æðislegust, alltaf.

Vonandi verður Anton fljótur að jafna sig.

Lisa 30.4.2007 kl. 15:26

9 identicon

hahaha ... búin að fatta IMG_1985

Takk, Takk.

Lisa 30.4.2007 kl. 16:46

10 Smámynd: www.zordis.com

Og ég sem kommentaði Renault 06 hjá Lísunni ..... Láttu vaða!

www.zordis.com, 30.4.2007 kl. 17:53

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahaha þið eruð yndi og æðibitar báðar tvær

Solla Guðjóns, 30.4.2007 kl. 18:10

12 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju Solla mín Bara eitt svona sjónlaus kerling eins og ég á erfitt með að lesa blá letrið. mikið er Heiðbjört fallegt nafn. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.4.2007 kl. 19:46

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Bæti úr því Jórunn og takk.Þórdís við erum skúmm ekki að tala um bíla allavega ekki ég.Annars á Pálmason eldgamlan eðal M.Bens sem ég transsporta á.IMG 1985 er mynd af Danna sem ég var að reyna að senda Lísu

Solla Guðjóns, 30.4.2007 kl. 20:15

14 Smámynd: www.zordis.com

Já, ég var búin að brjóta minn litla GÚBBÝ heila um þessa tegund!  Knús á þig!

www.zordis.com, 30.4.2007 kl. 20:31

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju! Greinilega nóg um veisluhöld í þinni familíu

Heiða B. Heiðars, 30.4.2007 kl. 21:22

16 identicon

Já það má aldeilis vara sig á þessum TRAMP-ÓLÍNUM ( ólánum ). En á þessu Óláni var ekkert öryggisnet, sem hefði trúlega getað komið í veg fyrir akkúrat þetta slys. En vonandi verður frændi þinn fljótur að jafna sig, ég smyr bara á honum fótinn með Lýsi.

Þangað til næst

kv Beta sys 

Beta sys 1.5.2007 kl. 21:09

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Lýsi ertu brjál og fæla alla frá drengnum........Já þú ert brjál

Solla Guðjóns, 1.5.2007 kl. 23:36

18 identicon

Til hamingju með Heiðbjörtu.  Afar skemmtilega svona surprise-wedding.

Leitt með trampolin-frændann, vonandi að hann nái sér fljótt. 

Srósin 2.5.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband