jgjjjjghk
22.4.2007 | 03:10
Mikil kátína er búin að einkenna nýliðin dag.
Fór í R-vík með Gunnu og Söru,þær voru á búðarrápi og að hitta Harra frænda og vin hans og þóttu ekki vinsælt að vera með mömmu gömlu svo ég var bara að einhverfast þarna í Smáralindinni.Skoðaði margt,ferlega er skemmtileg tíska núna,er alveg að fíla hana-10.kg og ég fer í hvað sem er.
Fór á eina kaffistaðinn þarna og fékk mér Svissmokka og horfði á fólkið æða fram og til baka OOG hafði gaman af.
Lítill strákpjakkur kom hlaupandi og lenti á hnésbótum föður síns sem lá við falli.:$
Kona æddi áfram og rak tærnar í og hálf hvolfdist fram fyrir sig:$
Útlendingur með úfið hár flækti puttana í hárinu þegar hann ætlaði að renna í gegnum það:$
Ég var alveg á mörkunum að missa mig í hláturskast hvað eftir annað,það er gott að hlægja svona innan í sér ef maður passar að taka ekki kaffisopa í öflugustu hviðunum:$
Svo var líka pirrað fólk,ánægt fólk,ungt og lífsglatt fólk,sprækir unglingar
Börnin mín eru mér mjög hjartfólgin og ofarlega í huga mínum núna
ég elska þessi tvö óendanlega mikið.
Sara litla frænka er með þeim þarna.
Eigið góðan sunnudag og
BÆÍBILI
Athugasemdir
Þú hefur verið með hálfgerðan Hressó fíling. Ég sat oft á kaffi hressó e.vinnu og horfði á fólk í sínum hlutverkum og hvarf oft svo tímunum skipti! Barnlaus og mjó! That where the days! Börnin eru yndisleg og ekki myndi maður skipta þótt milljónir af rósaknúbbum væri í boði! Ég elska líka börnin mín ógó mikið og pínu mera
www.zordis.com, 22.4.2007 kl. 07:41
Það er æði að fylgjast með mannlífinu með gott kaffi í fallegum bolla og ekki er verra að gulrótatertusneið fylgi með.
Gerði nákvæmlega það sama og þú og naut þess - svo notalegt að vera einn í mannhafinu. Það hefði samt verið gaman að vera með þér á kaffihúsi, skrítið að hafa aldrei farið með Sollunni á kaffihús þar sem ég er kaffihúsaóð og þú ert byrjuð að drekka kaffi, loksins
Hey! eigum við að hittast á Kaffitári í Keflavík - þangað fór´ég í síðustu viku og það var æði.
Yndisleg bæði tvö, Jón og Gunna
KaffiknÚsa þig í kremju
Lísa 22.4.2007 kl. 11:16
Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 12:03
Sæt mynd. það getur verið óþægilegt að missa sig í hláturskasti í Smáralindinni sérstaklega ef maður er einn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.4.2007 kl. 12:48
Híhí..ef ég hefði setið þarna með þér þá hefðum við gert okkur að fíflum! Ég á mjög auðvelt með að sjá út það fyndna og missi mig oftar en ekki í hláturskast. Það er stundum galli frekar en kostur Ég er þó þeim kosti búin að kunna mig á almannafæri. Frábær dagur hjá þér!! KNÚS
Ester Júlía, 23.4.2007 kl. 07:04
Og það er ekki meint þannig að ÞÚ kunnir þig ekki á almannafæri...hahaha..æ bogmenn koma svo oft illa fyrir sig orði þú þekkir það örugglega
Ester Júlía, 23.4.2007 kl. 07:05
LoL, játs veit
Solla Guðjóns, 23.4.2007 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.