Vill einhver halda því fram að heilbrygðis og félagsmálakerfið séu í lagi?

Hvað segið þið þá um eftirfarandi.

Ég á dóttur sem þarf á sálfræðimeðferð að halda í hverri viku

Hún þarf lík nauðsinlega í tannréttingar

Sálfræðitíminn kostar 8000.kr

Að keyra fram og til baka Þorlálshöfn/Reykjavík/Þorlákshöfn

kostar 2000.kr

Þetta gerir 500.000.kr.á ári

og

ekki króna endurgreidd

þar sem sálfræðingar eru ekki á samning hjá tryggingastofnun

Ég er einfaldlega í þeirri að stöðu að þurfa að velja á milli sálarástands barnsins míns

eða bjarga tönnunum hennar

og þar með útlit

en framtennurnar ganga meira og meira fram

og eru að verða mjög áberandi lýti

sem aftur kemur niður á sálarástandi hennar

Tannréttingar kosta hvorki meira né minna í hennar tilfelli en

1.100.000.kr

og jújú fæ víst um 300.000.kr endurgreitt í einhverjum áföngum.

Ef heilbrygðismálin væru í lagi fengi stelpan mín aðstoð inni á BUGL og við þyrftum ekki að borga hálfa miljón á ári til að vinna í hennar kvíða.

Læt svo filgja einn í lokin áður en ég fer að skrifa alveg brjál....

Ekki fretar mús eins og hestur þótt rauf rifni :)

Eigið svo góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Elskan mín Faðmlagið sem mig langaði í er með þér!  Já við skulum vona til þess góða að helgin verði sómasamleg og GÓÐ ............

www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Ég verð örugglega sú síðasta sem segi heilbrigðismál og félagsmá séu í lagi á þessu landi. Hef aldrei getað skilið af hverju ráðamenn hrósa þessu kerfi í bak og fyrir sem því besta í heimi, jú við þurfum enn sem komið er ekki sérstakar tryggingar fyrir aðgerðum og fáum niðurgreytt að hluta útvalda læknisþjónustu. Tannlæknar og tannréttingar, heyrnatæki ýmis stuðningstæki allt er þetta að hluta greitt en eingöngu ef uppfyllt eru hin og þessi skilirði.

Sálfræðingar virðast eingöngu vera fyrir efnafólk og ef þú þarft að setja barn í greyningu við ýmsum kvillum og sjúkdómum þá eru það nokkrir tugir þúsundkalla. Síðan þarf annsi oft fleiri sérfræðinga og lyf og þar er sko enn einn pottur því mín reynsla (sem er orðin annsi mikil) er að sífellt virðast lyf flakka á milli flokka varðandi hversu mikið tryggingarstofnun niðurgreiðir af þeim.

Tannréttingar er stórt vandamál og annsi stór biti fyrir fjölskyldur að borga og þar eru fáránlegustu kröfur ever varðandi borgun frá tryggingarstofnun.

Ég ætla ekki að setja meira inn í bili enda er þetta orðið nálægt bloggi hjá mér.

Vatnsberi Margrét, 14.4.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Elskurnar mínar helgin lofar góðu enda við vatnsbera-Margret búnar að úthella reiði okkar í garð hinna ýmsu þjóðfélgasmála í gegnum símaSólin farin að skína og lífið er yndislegt

Solla Guðjóns, 14.4.2007 kl. 16:02

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

 Vonandi geturu notast við eitthvað af því

Vatnsberi Margrét, 14.4.2007 kl. 16:56

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

'Osköp er að heyra þetta. Ekki batnar sálarástandið ef tennurnar verða lýti. Skömm af heilbriðisþjónustunni okkar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.4.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Verið þarna. Gert þetta. gefist upp á þessu. og Fór. Segi ekki að það sé allra lausn og vissulega berst ég enn. En sjukrahus máil hér eru VERRI í mínu tilfelli allavega, Tannréttingar dekkaðar her 75% 100% dekka'ð fyrir systkyni,

Annars bara knús og kossar dúlla

Sigrún Friðriksdóttir, 15.4.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Ester Júlía

Knús og kossar til þín. Og baráttukveðjur.  Þetta er svakalegt að heyra!  Skrifa meira seinna er að leka niður úr þreytu ..

Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 01:35

8 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Alveg er það með ólíkindum að í velferðarkerfi okkar séu ekki fríar tannlækningar og sálfræðilækningar eins og aðrar lækningar, þetta svipar til að ef að maður tábrotnar á er allt greitt af heilbrygðiskerfinu en ef að það brotnar tönn þá þarf maður að borga allt sjálfur, held við ættum að skammast okkar og kippa þessu í liðinn, þetta er skömm á okkar annars góða þjóðfélagi

Kristberg Snjólfsson, 15.4.2007 kl. 12:23

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hér eru bogamenn að tala saman;

"Stjórnmálamenn skilja ekki heilbrigðiskerfið" "Mikið rétt G,allavega sýna þeir það ekki í verki"

"Ég vona - illa sagt" "Já G,tölustafir og raunveruleiki eiga því miður enga samleið í þessum málum.Þrautaganga sjúklinga er mikil þó öllu þessu vesinin og fjárútlátum sé ekki bætt ofan á.Það ætti að vera skilyrði að stórnmálamenn þekktu vel til raunverulegs lífs áður en þeir fá inngöngu á þing.

Vá heyrðu ég er að verða svo reið.ætla samt að muna að margt gott er í heilbrigðiskerfinu.En tek út fyrir þá sem þjást en ekki sjást.

Hey Estró líka bogamaður

Knús á ykkur öll

Og já ég kýs sko hvorugan stjórnarflokkana

Solla Guðjóns, 15.4.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband