Eina sem er rétt í þessar frétt

er að fanginn strauk

 

Innlent | mbl.is | 7.3.2007 | 16:53

Fangi strauk frá tannlækninum

Fangi af Litla Hrauni snéri við í dyrunum er fangaverðir fóru með hann til tannlæknis á Selfossi í morgun. Hann tók til fótanna og reyndi að leika á fangaverðina og faldi sig í félagsmiðstöð bæjarins. En fangaverðirnir höfðu upp á strokufanganum og gátu lokið erindi sínu á Selfossi án frekari skakkafal.

það vill svo til að ég er búin að vera 3.síðustu morgna hjá þessum tannlækni.

Fyrsta morguninn 7.3. mætti ég kl 8:45.Ég undraði mig á því að það virtust 3 á undan mér.Áttaði mig svo á því að tveir þeirra voru eins klæddir og áliktaði að þarna væru fangaverðir með fanga.Ég fékk hálfgerðan sting í hjartað að sjá þenna falllega unga mann sem gætt var af 2.mönnum.Ég fékk mér sæti milli fangans og annars fangavarðarins og fór að glugga í blað.

Eftir smá stund bað fanginn um að fá að reykja og fór annar fangavörðurinn út með honum.Síðan koma þeir upp aftur og fengu sér sæti.

Stuttu seinna biður fanginn um að fá að fara á klósettið.Annar fangavörðurinn hleypir honum fram hjá sér og stendur upp í leiðini og fer með honum.

Og þá gerist það. Fanginn tók til fótana niður stigan,sá sem fór með honum elti og kallaði á hinn.Sá reif upp síman og gerði viðvart en fór hvergi sem mér fanns undarlegt.

Lögreglan mætti á svæðið og heyrði ég á tali þeirra að annar fangi sæti í tannlæknastólnum.

Þegar lögreglan var farin sagði fangavörðurinn við mig að það væri alveg ótrúlegt að þeir 2. hefðu verið sendir með 2. fanga í einu,hann gat náttúrulega ekki yfir gefið svæðið útaf þeim sem var í stólnum.

Hinn vörðurinn kom svo eftir einhvern tíma móður og másandi og sagði að hann hefði sloppið.

Þannig að fátt er rétt í þessari frétt.

Það eru blendnar tilfinningar að verða vitni að svona aðstæðum.

Svo skrítið sem það var þá héllt ég með FANGANUM á þessari stundu.....þó svo að réttlætiskennd mín sé mjög sterk.

Eigið svo g-óðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf hazar í kring um þig kroppur!

  Hazarkroppur, niðurstaðan í þessum óða degi!  Er öll miklu betri í útbrotunum þótt það komi færslunni ekkert við!  Í dag er Kampavíns gylltur dagur, allir sem vilja koma og fá skál hringi á undan sér (þó ekki skilyrði) .....

www.zordis.com, 10.3.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú féllir í dá ef Ísalak og Ollasak kíktu í kampavín til Ordíszak eða þak.En þar sem þú ert sami ofur-hasar-kroppurinn og við þá yrði það ekki lengi og öll útbrot mindu hverfa þegar Dr.Skotta og aðstoðarálfur  væru mættar.

 hún og þú og við þrjár

Solla Guðjóns, 10.3.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, ég veit að það er alltaf öðruvísi sem hlutirnir horfa við ef við erum í návígi við þá og blöðin og fréttirnar segja þetta oftast öðruvísi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.3.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ekki gaman fyrir aumingja mennina reyna að fá nokkrar mínútur frjálsir, bara til að geta dópað smá. Þetta er synd.

Kristberg Snjólfsson, 10.3.2007 kl. 17:18

5 identicon

Hann hefur ekki verið með tannpinu .

gudda 10.3.2007 kl. 21:13

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Nei Gudda mín bjalla.Það var ég nú reyndar ekki heldur.Ég þurfti bara að sleppa útúr plássinu

Solla Guðjóns, 10.3.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband