Vil að sem flestir sjái þessa færslu!!!!

Mér finnst þetta nefnilega alltaf jafn snjallt og fyndið.

23.5.2006 | 01:47

Senn líður að kosningum!!!!

Já það fer vart fram hjá neinum....nú er að koma smá spenna í þessi mál.Í morgun hringdi í mig maður og sagði mér að konan sín væri í framboði,sem ég náttúrulega vissi, en jæja blessaður karlinn sagði mér að konan yrði alveg óþolandi á heimilinu ef hún kæmist ekki að,hahaha eins og mér væri nú ekki sama um það,hinsvegar hef ég mikið álit á umræddri konu.Það er þessi fjandans flokkapólitík sem ég er mjög ósátt við.Ég sé alveg fyrir mér að setja alla frambjóðendur á einn lista og merkja svo við aðila sem maður vill hafa nr.1,2,3,4,o.s.frv.Umræddur maður spurði síðan um Pálmason og sagði ég hann heima við núna en hann yrði farin á Kárahnjúka á laugardaginn og yrði líklega að kjósa hjá´SÝSLA ,maðurinn bauð þá að hann yrði keyrður þangað.ÓjáUllandiþá rifjaðist upp fyrir mér uppáhalds sagan af henni Maríu ömmu.Af einhverjum ástæðum sem ég man ekki þá voru alþingiskosningar 2.des 1979.Þá fékk ég að kjósa í fyrsta skipti 20.ára og 1.dags.En þannig var að við Pálmason gengum upp að altarinu 1.des.degi fyrir þessar kosningar,veðrið var frekar leiðinleg og ekki allir sem treistu sér að keyra austur fyrir fjall í brúðkaupið okkar svo amma mín varð farlaus í Reykjavíkurhreppi.Sú gamla hringdi í mig og sagði mér að hún kæmi með einhverjum ráðum þó seint yrði.Um hádegisbil 2.des.kosningadaginn rennir flottur Range Rover í hlað hjá mömmu og pabba og sú gamla vindur sér út og rífur upp hurðina bílstjóramegin,bílstjórinn snarast út og fer í skott bílsins og nær þar í stærðar kassa og rogast með hann að dyrunum.Amma þakkaði honum fyrir og dásamaði hann í bak og fyrir og kvaddi sem kónginn.....Amma var nú mætt á svæðið með brúðargjöfina okkar 12.manna kaffistell og var hin kátasta...Þegar pabbi spurði hana því hún hefði ekki boðið manninum inn ....þá hnussaði í þeirri gomlu ,, fjandinn að mér að ég fari að draga sjálfstæðisfífl í kaffi,hann trúði því að ég þyrfti að komast hingað til að kjósa,þessu hló amma mín rosalega að ,hún hafði hringt á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og beðið þá að koma sér á kjörstað,sem þeir töldu sig vera að gera. EN MÁLIÐ VAR AÐ HÚN ÁTTI HEIMA Í REYKJAVÍK EN SAGÐIST BÚA Í ÞORLÁKSHÖFN.AMMA MÍN VAR ALGER TÖFFARI.

                                                                                                      EN BÆÍBILI 


 

Flokkur: Bloggar

Athugasemdir

1

OMG hún amma þín hefurverið algjört YNDI !

Óskráður (Sigrún Pigrún), 23.5.2006 kl. 15:42

2 Smámynd: www.zordis.com

Það er víst óhætt að segja að AMMA þín hafi haft ráð undir hverju. Nú sér maður töffara taktana í systrum þínum já og bræðrum .... LOL, bara fyndin hún AMMA þín!

http://zordis.blog.is/, 23.5.2006 kl. 17:25

3

Amma var náttulega bara flottust!

Óskráður (Heiðbjört), 24.5.2006 kl. 09:37

4

Já henni ömmu okkar var sko ekki "flysjað" saman, það eitt er víst. Manstu þegar hún bað mig um að fara og losa kaffikorginn útí læk og skola kaffipokann, sem ég og gerði. Eitthvað kannaðist ég við munstrið í kaffipokanum, sem var það sama og í bol sem ég bað gömlu konuna um að þvo fyrir mig nokkrum dögum áður. Alveg yndisleg hún amma, blessuð sé minning hennar. Beta sytir

Óskráður (Beta), 24.5.2006 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Eigið svo góðan miðvikudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ARG!! Frábært hjá ömmunni

Heiða B. Heiðars, 6.3.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: www.zordis.com

Ekki hafa þeir hringt í mig .... Hún amma María er bara stórkostleg, yfir krútt ættarinnar sko.  Wow hef kommentað áður á þessa færslu og á örugglega eftir að gera það aftur!  knús og smús á þig ... hey ég keytpi mér skot í Keflavík og skíst svo bara eitthvað lol ....................

www.zordis.com, 6.3.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ópal eða eitthvað í ætt við Selvogsskotið ???

þessi saga af ömmu verður lengi í mynnum höfð

Solla Guðjóns, 6.3.2007 kl. 21:56

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

'O ég held um magann og hlæ. Snjöll hún amma þín. Þetta líkar mér. Ég las þessa færslu með mestu ánægju og bros á vör.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2007 kl. 22:04

5 identicon

hahaha snilld það getur ekki verið leiðinlegt að eiga svona ömmu

Maggý Jónsdóttir 6.3.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Jáhá og mér finnst það sko í lagi

Solla Guðjóns, 7.3.2007 kl. 00:35

7 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Stórkostleg amma

Vatnsberi Margrét, 7.3.2007 kl. 08:30

8 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Svona er auðvelt að snúa á Sjálfsstæðismennina  he he

Kristberg Snjólfsson, 7.3.2007 kl. 08:40

9 Smámynd: Margrét M

frábær amma ,he he

Margrét M, 7.3.2007 kl. 10:50

10 identicon

Alltaf jafn yndisleg þessi saga, og hún amma okkar er alveg ábyggilega, ennþá að hlægja að þessu. Kveðja Beta sys

Beta 7.3.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband