Sjálfselska
5.3.2007 | 16:38
- Hef 20 daga til stefnu að tálga kroppinn.
þó fræðin séu einföld:
minni matur,meiri hreifing,ÞÁ
er það ekkert svo einfalt fyrir mig sem held riómaframleiðslu íslendkra mjólkurbúa og Nóa Síríus gangandi.
Mexikósk súpa. Uppskrift fyrir 6.
3 msk matarolía
600 gr nautahakk
2 msk niðursoðin jalepeno - saxaður
1 stór laukur saxaður
2 ds niðursoðnir tómatar
7 dl nautakjötskraftur ( teningar + vatn )
1 msk cumminduft
1 tsk chilliduft eða cayennapipar
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 ds nýrnabaunir.
Olían hituð og hakkið brúnað. Jalepeno og laukur settur út í og brúnað þar til laukurinn er mjúkur. Tómatarnir saxaðir og bætt saman við ásamt soði, kryddi og sykri og allt soðið í 15 mín. Safin síaður frá nýrnabaununum og þeim blandað saman við. Hrært varlega í pottinum þar til baunirnar hafa hitnað í gegn. Borið fram með:Nachos flögum sem muldar eru yfir súpuna á disknum.Rifnum osti sem stráð er yfir flögurna og sýrðum rjóma ( ca ½ -1 msk per disk).Einnig er gott að hræra saman hreinan rjómaost og salsasósu og smyrja á tortillaköku, leggja aðra köku ofan á og skera þetta svo í sneiðar ( gott að nota pizzaskera )
Ógó góð!!
Prufiði bara
Athugasemdir
Búiðn að prufa þá mexikönsku. Mæli með henni, hún er æði.
kveðja, Unnur.
unnur 5.3.2007 kl. 16:56
prófa þetta einhvern daginn
Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 17:04
Komst að því að hætta að drekka bjór þá passa ég allt í einu í gamlar dræsur sem voru búnar að hlaupa í þvotti allavega þá stækkaði beltið líka ég bara skil´þetta ekki
Kristberg Snjólfsson, 5.3.2007 kl. 17:13
Vá æði hjá þér,ég drekk meira af rjóma en bjór(hef aldrei komist á lagið með það,37% eða meira er að mínu skapi þá sjaldan að ég drekk)Þykir nokkuð ljóst að ég verð að hæta í rjómanum
Solla Guðjóns, 5.3.2007 kl. 17:35
Solla. Frábært.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.3.2007 kl. 18:39
nammm....ekkert smá girnilegt! Verð að prufa þessa!
Heiða B. Heiðars, 6.3.2007 kl. 00:28
Prófa þetta einhvern daginn. Er búinn að færa uppskriftina í uppskriftabókina.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2007 kl. 07:38
mmm gyrnilegt
Vatnsberi Margrét, 6.3.2007 kl. 09:21
mmm... food...
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 6.3.2007 kl. 09:36
Já súpan góða og þessi skapa dúnmjíkar hægðir og fagurt göngulag.
Ég vil bjóða nýju bloggvini mína:Maggy 78.Gunnar og Sigrúnu Huld(sem er góð vinkona min) velkomin.
Gunnar takk fyrir að taka mér eins og ég er,gagnkvæm virðing
Solla Guðjóns, 6.3.2007 kl. 13:30
á að vera DÚNMJÚKAR ekki MÍKAR
Solla Guðjóns, 6.3.2007 kl. 13:48
ummm ..þessu súpa lítur vel út.. prófum þetta örugglega ...en vona að hæðirnar verði ekki of mjúkar af þessu
Margrét M, 6.3.2007 kl. 15:36
ogó girnilegt
Maggý Jónsdóttir 6.3.2007 kl. 19:18
þessi er allgjör snilld .nammi namm.Gudda.
gudda 8.3.2007 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.