Smá þeytingur á manni þessa dagana!!
2.3.2007 | 03:09
Skemmtilegur tími gengin í garð.Fermingarundirbúningur.Að mörgu er að huga.Munurin á stelpum og strákum er gífurlegur,allavega þegar kemur að fata vali.Er búin að eiða einum degi í einni búð á Selfossi.Skvísan mátaði allt sem var á boðstólum,hver flíkin á fætur annari,hinir og þessir fylgihlutir,skór,stígvél,belti og fleiri flíkur ogogog.........sú gamla þurfti oft að minna sig á að anda inn-anda út-draga djúpt....
Síðan er búið að halda til í Kringluni einn dag og annan í Smáralind.Ólíkt móðurini nýtur dúllan þess að máta föt.Ég vil að hún verði ánægð og dreg því andan.....
Er búin að fá ýmis skot frá skviz eins og "ekki villtaðélítiúteinsogsnjókall""hey já þegar þú fermdist BÚIN að heyraað"Ekki er búið að finna dressið en tískan í fermingarfötunum er mjög lík í búðunum,einföld og smekkleg.
Í fyrrakvöld voru lögð drög að boðskortum og gert sýnishorn,í gærkvöldi voru þau svo prentuð,þokkahjúin litla sys..og Baldur gerðu það,þessar elskur.
Svo langar mig að byrta þetta hér að neðan því mér finnst þetta vera það sem allir ættu að hafa í huga.
Eigið svo góðan föstudag og knús á línuna.
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír: "Þetta er enginn venjulegur pakki." Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru. "Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8 eða 9 árum síðan. Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund.
Eða . . . ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkanum hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfararstofuna, konan hans var nýlátin. Hann sneri sér að mér og sagði:
"Það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund."
Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu.Núna les ég meira og þríf minna.Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu.Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni.
Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi. Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina, ef mig langar til þess. Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til. Orðin "einhverntíman" og "einhvern daginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá hlusta og gera það núna. Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur enginn vitað. Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini.
Hún gæti jafnvel hafað kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur. Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn. Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf . . . bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa. . . "einhverntíman."
Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau.
Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar.
Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstaki dagur.
Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök.
Ef þú færð þetta bréf þá er það vegna þess að einhverjum þykir vænt um þig og vegna þess, sennilega, að þarna úti er einhver sem þér þykir líka vænt um.
Ef þú ert of upptekin til að senda þetta til annarra og segir við sjálfa þig að þú munir "senda þetta við betra tækifæri" mundu að "Einhvern daginn" er langt í burtu . . . eða kemur kannski aldrei. . . .
Athugasemdir
Man þegar ég var að undirbúa strákana mína fyrir ferminguna. Já það er annað að eiga stelpur. Og svo hitt ég bloggað um það í sumar hvernig mamma hafði geymt allt. Kerti og allt til berti tíma. Þetta gerði hennar kynslóð og gengur það og langt. Hlutrinir eru til að njóta þeirra.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.3.2007 kl. 11:18
ha ferming... jú það gerðist einhverntíman.... var reyndar með 40 stiga hita og bullandi strepakokka eða eitthvað álíka! svo man voða lítið!
En vonandi gengur allt vel hjá stelpunni! knús og kossar
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 2.3.2007 kl. 12:47
úff ..þú ert ekki öfundsverð af búðarápi .. ég er búin að láta ferma 2 stráka það var ekki mikið mál en svo á ég eftir einn enn strákinn og stjúpdæturnar tvær .það verður örugglega svolítið meira mál með þær .þau verða 3 með stuttu millibili þá .hann eftir tvö ár önnur stelpan eftir 3ár svo er frí í eitt ár svo er sú yngsta .. nóg að gera í þessu .. ætli það sé ekki best að fara að safna strax .. þannig það verða 3 fermingar á fjórum árum hjá okkur úff
Margrét M, 2.3.2007 kl. 13:17
Þetta á að vera gaman og um að gera að muna að þetta er þeyra dagur og njóta þess að leyfa þeim að vera með í ákvörðunum um skraut og sem flest . Ég er búinn að ferma 3 stelpur og það vara bara frábært og hlakka til þegar þessi yngsta fermist en það er 11 ár þangað til hihi eigði góða helgi klemm knús
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 2.3.2007 kl. 14:19
mig er farið að hlakka til,það eru 14 ár síðan ég fermdi síðast,svo fermi ég á næsta ári aftur.kv Gudda.
ER STÓRA DÚLLAN BÚINN AÐ FINNA EITTTTTHVAÐ.
gudda 2.3.2007 kl. 20:18
Ég er búin að ferma tvo drengi ...og ég held að við höfum farið í eina búð og stoppað stutt við. En gengið út með jakkaföt . Úff.. gæti vel trúað því að það taki á taugarnar að ferma eina litla stelpu . Mín fermingaföt voru keypt í Karnabæ ..hét hún það ekki búðin sem var í Austurstrætinu..eða hét hún eitthvað annað þá...hugs.., getur verið að Karnabær hafi enn verið til þegar ég fermdist ?????
Ester Júlía, 3.3.2007 kl. 00:12
Gudda mín bjalla ég keypti mér geggjuð stígvél í gær restin kemur,verst ég er eiginlega fallin fyrir fermingafötunum
Ester Karnabærsællrar minningar og Faco
Guðmundur prest hefur ekkert veitt af röggsömum manni
Jóhaanna ég er búina að vera með litað hár svo lengi að ég veit ekki nema ég sé nú þegar orðin gráhærð
Jórunn við fermdum strákinn fyrir 13.árum og í dag er kertið hans,sálmabókin,kortin og skeitin og gestabókin enn til
Margret það er bara staðreynd strákar og stelpur eru eins og svart og hvítt í þessum efnum og bara gaman að upplifa mismunin
Aðalheiður þessu er ég alveg sammála leifa þeim að ráða innan skinsamlegra marka
Kristjana það hefur verið erfitt að vera með 40 stiga hita á þessum erilsama degi
Knús á ykkur
Solla Guðjóns, 3.3.2007 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.