Jæja er ekki mál að blogga?
Hvað er nú svo merkilegt við þennan drottins dag 17 maí. Ójú þetta er þjóðhátíðardagur Norðmanna.EN þar fyrir utan fæddist okkur Pálmasyni frumburðurinn fyrir 26.árum. Þegar ég hugsa til baka þá er næstum því eins og þetta hafi gerst í gær.En þar sem ég lít út fyrir að vera þessum 26.árum eldri í dag þá getur það bara ekki verið.En við erum svona mæðurnar við munum hvert smá atriði frá meðgöngu og fæðingu barnana okkar. Ég veit nú ekki hvort ég á að setja þetta á prent en svo skrítið sem það var þá skemmti Pálmason sér konunglega á meðan á fæðingunni stóð,allavega þegar hann er að lýsa því. En sagt var að hann hefði ekki samkjaftað í 10 daga á eftir og voru lýsingarnar oft á tíðum skrautlegar og enn er hann með yfirlýsingar.EN ÞAÐ ER DAGSATT að á meðan var verið að sauma mig þá fylgdist Pálmason með og leist ekkert á þetta, fannst vera búið að hálf skemma uppá haldið hans......Svo hann hnippti aðeins í lærlingin sem var að sauma og spurði,,hvort hún héldi ekki að það þyrfti að taka 2-3 spor í viðbót" Ég minnist þessa að þá hugsaði ég með skelfingu hvernig ég liti út þarna niðri. EN HVAÐ með það þokkalega gekk að koma Jóni Þóri til manns (með líka þessa fínu barnapíu,Margret mín).Ég er nokkurn vegin búin að átta mig á því að strákurinn minn er fullorðinn maður. Jæja þetta fer nú bara að verða væmið....... Guðbjörg kom að meta húsið okkar í dag,þá er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr því ...og drífa sig svo í bankan......Annars er ég að fara með Gunnu Jónu til hómópata á morgun í Reykjavíkurhrepp og ætla að kíkja í Harðviðarval og kannski IKEA og fá víðari sýn og verðhugmyndir
EN BÆÍBILI