jjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
11.2.2007 | 21:59
Hef átt betri helgi,gigtin heimsótti mig á fimmtudaginn og virðist ætla að vera þaulsætin að þessu sinni,er þó nokkuð oft búin að vísa henni á dyr.Þar sem að þetta var mín vinnuhelgi þá sleppti ég því að taka meðulin,því ég verð alltaf svo slöpp og sljóg af þeim og fæ brjóstsviða..Í þannig ástandi er einfaldlega ekki hægt að vinna þá vinnu sem ég vinn,kvalirnar höfðu betur og ég varð að taka meðul,þ,a.l,engin vinna.Var sæmileg í gærkvöldi en afleit í dag.
En nóg um það,eða nei þetta er að spilla helling fyrir mér,ég ætlaði nefnilega að fljúga á Egilsstaði annað kvöld og skondrast upp í Kárahnjúka til karlsins míns, sem er að koma í frí,og keyra með honum heim á þriðjudaginn,því hann er að koma á jeppa sonarins sem var bilaður á hnjúknum.Nú er bara að krossa fingur!!!!!
Nú ætla ég að fara að horfa á helgarsportið og ath.hvort þeir sýni ekki frá leik Fram og Vals í íslandsmótinu í handbolta.....Lélegi þáttur,greyndu bara frá úrslitunum.Ég sem ætlaði að sjá hann Björvin Pál markmann Framara spila,er lengi búin að reyna að hitta á leiki Framara,tekst alltaf að missa af þeim.
En þetta er hann Björvin Páll og Dagmar kærastan hans.Drengurinn er nefnilega svona fóstur-ömmu-barn hjá mér.Flottur strákur!!
Áfram Bjöggi.
Athugasemdir
Æ, það er ekki að spyrja af gigtinni. Skaðræðisgtripur. Vona að ér líði bráðum betur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 22:03
Já og góða ferð austur og njóttu þess að hitta kallinn þinn. Segi eins og Guðmundur sem skrifaði á sömu mínútu og ég.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 22:05
OOhh vonandi líður þér betur núna, allavega eins fljótt og hægt er dúlla. Þekki það OF vel að vera ILLLLLLTTT eða taka töflur Njótu samvernunar við bóndan.
Knús
Sigrún Friðriksdóttir, 11.2.2007 kl. 22:08
Verkirnir hljóta að hypja sig! Allt annað er ósvífni þegar fólk er að fara í ferðalag! xxx
Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.