Elska snjó stundum
5.2.2007 | 09:30
Í þessu yndislega veðri í gær var ég að ná í dótturina og sagði bara það sem mér bjó í brjósti; OOOO mig langar að gera snjóengil" Unglambið hreytti í mig; Farðu þá út fyrir plássið"...Þegar heim var komið skellti ég mér út á lóð,lagðist undir trén og gerði stóran,stóran engil í snjóinn,smá roka kom og þeytti snjó í andlitið,svo lá ég með bros á vör og hugasaði um hvað ég væri nú léttgeggjuð,hvað var gaman að vera barn og hvort ég væri ekki bara barn ennþá,varð svo kallt á bossanum og dreif mig inn og var til í allt.......Nágrönnunum fanst þetta greinilega í lagi allavega er ég ekki út við sundin blá.Dóttirin sagði; þaereggílæime-ðig.........
Eigið góðan mánudag!
Athugasemdir
sömuleiðis gamla....sko þetta með mánudaginn
Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 09:51
Heheh... ég bjó líka til engil í gær!! Manninum á efri hæðinni fannst ég skrítin fyrir...
Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 10:16
Flott byrjun á vikuni Það ættu fleiri að gera þetta, ég þori ekki, ekki víst ég gæti staðið upp aftur hihihi
Knús
Sigrún Friðriksdóttir, 5.2.2007 kl. 11:04
Góóóð, hefði gert engil með þér!!!! En, þá er það bara að fara niður á strönd gera sandengil ...... la la la, tra la la. Gaman að finna þetta sem dregur mann áfram, lífið er of gott til að hafa hömlur og höft á öllu. Við erum jafngömul og það sem við viljum sjálf. Þú ert frábær eins og þú ert!
www.zordis.com, 5.2.2007 kl. 15:28
Ekta Solla Maður ætti kannski að skella sér í snjóengla ;)
Vatnsberi Margrét, 5.2.2007 kl. 18:02
Ég þyrfti að flytja svo ég get gert sandengil á hverjum degi
Sigrún Friðriksdóttir, 5.2.2007 kl. 23:16
Ég gæti gert hermannaæfinguna. Hoppað og baðað út örmum og öngum! Jafnvel myndi minnka í umfangshlutfallinu. lol .... thi hi hi hi
Ég elska frostrósir en þarf að sætta mig við aðra rósategund
www.zordis.com, 5.2.2007 kl. 23:19
Ég held ég gæti bara sætt mig við að heimsækja frostrósirnar á 10 ára fresti Zordis
Sigrún Friðriksdóttir, 5.2.2007 kl. 23:48
Þórdís!!!mér líst beturá hermannaæfingar,,,,þú manst þetta með pjölluna og sandinn
Solla Guðjóns, 6.2.2007 kl. 00:53
Ollasak, pjallan og sandurinn heheeheh
www.zordis.com, 6.2.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.