Heppin
14.1.2007 | 10:59
Get ekki sagt að ég sé galvösk og hoppandi þó búin að fara í Reykjavíkurhrepp með Árna ,Jón Þór og einn til, í flug til Egilstaða.Sem sagt karlinn farinn á Hnjúkinn.Færðin á milli var mjög góð þ.e.a.s. þegar komið var útfyrir hið nýskapaða hringtorg.Þorpið sjálft er þokalega á kafi og ekkert í því gert,allavega ekkert ennþá.Eins er með þennan stórhættulega nýja vegakafla frá hringtorginu og inn í plássið.Skil ekki af hverju í fjandanum þessi vegarspotti var hannaður svona eins og Z,hélt kannski að menn sem fengnir eru og gefa sig í svona verkefni ættu að hafa eitthvert vit á viðfangefninu.Með öllum þessum tæknimælingum og útreikningum að hugvitinu ógleimdu,að útkoman skuli vera slisagildran Z,næ þessu ekki. 2.mánuðir eru síðan vegurinn var opnaður og 4.bílar hafa þegar farið útaf í þessum snörpu beyjgum og hlýtur það að segja til um þennan fáránleika.Nú eru hornin á ZETUNI á kafi í snjó.Mér er annt um líf mitt og limi og fer því neðri leiðina í von um að sleppa lifandi inn og út úr plássinu.
Nú er ég að fara út í snjóinn með Natalíu litlu frænku en hú heldur því fram að Sólla sé me badn í maanum*en Solla þrætti fyrir það,en mín 2.ára frænka sagði bara ,,jú íst" reyf upp flísaran minn og sagði,,sjáu bala,,,,, íst"
Natalía Diljá.
Eigið svo góðan dag og
BÆÍBILI
Athugasemdir
passaðu þig á snjónum hann er kaldur hehehee
Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 11:09
svo sætt þegar litlu dúllurnar koma með fullyrðingar! Kanski ekki jafnsætt að vera með svona mallakút og þó, óbó kóbó krúttaralegt! Krúttmagi er dætastur!
Þessi vegkafli kom mér nokkuð á óvart þar sem mér fanst þetta einmitt vera nokkuð slunginn kafli. Ómerktur og ólýstur, væri töff að vera með lýsingu út úr bænum, mætti setja upp jólaljós og blikkandi vísir þar sem hættan er mest! Af hverju var ekki bara fólk eins og þú og ég fengin í verkið?
www.zordis.com, 14.1.2007 kl. 11:16
Minn maður sagði einmitt að einhver ætti eftir að fara útaf á þessum nýja kafla og fannst þetta það fáranlegasta sem hann hafði séð. En ein stór ósk frá þessari sjóndöpru plllllllíííííííísss stækkaðu letrið á síðunni
Vatnsberi Margrét, 14.1.2007 kl. 12:38
Svo mikið krútt þessi litla frænka - meiriháttar gullkorn.
Sammála þér með þennan bjána veg, hef ætlað að ausa úr mér á bloggið mitt um þetta - eru það ekki fleiri en 4 bílar, allavega hef ég séð 3 bíla húrra þarna fram af.
Lisa 14.1.2007 kl. 17:59
Jæja Ollasak, nú styttist í Formúlu 1, bara 61 dagur í fyrstu keppni og það í Ástralíu. Kanski ég skreppi og hitti á Önnu vinkonu! Áfram Mc.Laren / Mercedes / Fernando Alonso!
www.zordis.com, 15.1.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.