Við erum öll fædd með vissa eiginleika í farteskinu...mismunandi þarfir.....Eigum við að láta aftur í okkur heyra!!!!

Við erum sífellt að reyna að uppfylla þessar þarfir, leynt og ljóst.


Þessar þarfir má flokka, við þurfum mat og skjól.  En það er ekki nóg, tilfinningalegar þarfir eru m.a.:
•    öryggi
•    athygli (gefa og þiggja)
•    að vera hluti af hóp
•    nánd við aðrar persónur
•    o.s.frv.

Ég vil benda á ykkur á

Tækifæri sem vert er að skoða vel!
prófkvíði-sjálfsmynd-samskiptaörðugleikar-kvíðaköst-fælni

Dagana 4-5. Október nk. verður Judith Shaw á landinu, í boði er afar áhugaverð ráðgjöf sem nefnd er "Human Givens".

Upplýsingar á íslensku um Human Givens ráðgjöf (HGR) má finna hér.

Ég að fara í svona ráðgjöf.

Það er allt að vinna,engu að tapa.

 

Fyrir rúmu ári síðan fór ég af stað hér á síðunni með erindi um lesblindu.Og sagði þá að ég væri hvergi nærri hætt.

Nú tek ég þráðinn upp að nýju og vona að þið verðið jafn dugleg að hjálpa mér og þá.

Hér að neðan má sjá þær færslur.

3.9.2007 | 15:13

ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.

 

ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??

 

LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???

 

Mér þykir...

 

Hey!!! Stjórnvöld orðin meðvituð um LESBLINDUvandann....Vill markvisst átak fyrir lesblind börn

 

Helgarsprellið og(lesblinduleiðrétting)Davis aðferðafræðin til umfjöllunar á alþingi !!!!!!!!!!

 

Berjumst fyrir börnin okkar...og koma svo!!!

 

Ég vil bara benda á færsluna mína hér fyrir neðan

Það hefur margt gott skeð á þessu ári.

T.d.var sett í grunnskólalögin að skima ætti eftir lesörðugleikum barna í ákveðnum aldurshópum og er það vel.

En

það er ekki nóg að fá stimpilinn.

Ég sendi menntamála-ráð-frú/herra erindi þess efnis hvort liður í nýji grunnskólalögunum þar sem fjallað er um sérfræðiþjónustu grunnskólabarna ætti einnig við um lesblindu

hún svaraði með því að vísa aftur í kaflan og að þar stæði "lestrarörðugleikar"

Ég hef sent sálfræðingafélagi Íslands ábendingu til skólasálfræðinga að taka lesblindu inn í myndina í greiningum sínum á vanlíðan barna í skólanum.

Lesblinda er skinvilla sem þarf að meðhöndla á réttan hátt

Það

þarf úrræði og það

strax.

Besta úrræðið sem ég hef heyrt til þessa er komið frá(fyrir utan frá mér) Atla Gíslasyni VG.

Í orðum sínum til menntamálráðherra segir hann að ríkið ætti skilyrðislaust að greiða kostnað foreldra við lesblinduleiðréttingu.

Mér vitanlega fá engir sem starfa við lesblinduleiðréttingu neinn styrk frá ríkinu.

Ég spurði Kolbein leiðbeinanda hjá Lesblindusetrinu í Mosfellsbæ og Betra námi út í þau mál og var hann frekar á því að styrkja bæri foreldra/aðstandendur lesblindra barna.

vil ég biðja ykkur að hjálpa mér eins og síðast að koma þessu í umræðuna

og

senda eftir farndi póst á þingmenn landsins.

Copy-ið eftirfarandi:

Ég skora á þingmenn landsins að koma á móts við lesblind grunnskólabörn og greiða kostnað lesblinduleiðréttingar þeirra að fullu og öllu svo þau geti nýtt skólaskyldu sína til fulls við önnur börn og öðlast betra líf.

Því miður er það staðreynd að lesblindir flosna frekar upp úr skóla en aðrir og lenda oftar en ekki á skjön við lífið.

Er ekki tími til kominn að byrja á réttum enda.

Með vinsemd:http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/650717

Nafn sendanda:

 

smellið hér til að fá netföng til allra þingmanna.

og

paste-ið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er gott verk hjá þér að koma þessari umræðu í loftið því þessi hópur sem á við lesblindu að stríða þarf að fá aðstoð við hæfi.

 kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 25.9.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég kvitta ádur en ég les ....  Var ad koma heim og sá skilabodin!!!

Mjög zarft ad halda zessari umraedu í gangi svo eitthvad verdi gert!  BEstu kvedjur úr svalri rigningunni.

www.zordis.com, 25.9.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Dísa Dóra

Gott málefni sem þú berst fyrir vinkona.  Ég mun senda bréf á þingmennina okkar.

Dísa Dóra, 25.9.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sé færsluna þína og styð þig fullkomlega!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 13:26

5 identicon

Flott mál, kannast við lesblindu úr minni fjölskyldu, þetta er mjög heftandi og þarnast miklu meiri athygli í samfélaginu og skólakerfinu.

alva 25.9.2008 kl. 13:33

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá þér Solla mín.  Ég styð þig í þessu.  Mjög þarft og gott mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þarft málefni. Við erum öll með mismunandi þarfir og savanka. Öll eigum við að fá þá þjónustu sem við höfum þörf á.

Danir hafa máltæki sem hljómar svona: Det skal være plads til os alle sammen.

Pláss fyrir okkur öll. Líka þá sem ekkert er að! 

Gunni Palli kokkur; sem kemur bráðum úr bloggfríi.

Gunnar Páll Gunnarsson, 25.9.2008 kl. 16:50

8 identicon

Frábært hjá þér kæra sys, búin að senda skeyti í Prúðuleikhúsið.

Kveðja

Beta sys

Beta sys 25.9.2008 kl. 19:00

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært hjá þér.Þessu þarf að koma í lag.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.9.2008 kl. 19:22

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sé þig og styð þig algjörlega. Kveðja í höfnina.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 19:27

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Áfram með þetta.Þarft málefni og gott hjá þér elsku Solla mín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:06

12 Smámynd: Brynja skordal

Frábært hjá þér styð þig heilshugar enda á ég 3 stelpur með Lesblindu ætla mér að lesa þessar færslur sem þú hefur sett hér inn sendi svo þennan póst mjög þarft málefni ekki spurning!

Brynja skordal, 26.9.2008 kl. 01:27

13 Smámynd: Tína

Áfram með þig Solla mín. Þú færð sko minn stuðning, svo mikið er víst. Ég á 2 stráka sem eru með lesblindu og háir þetta þeim hrikalega.

Stuðningskram frá mér.

Tína, 26.9.2008 kl. 08:20

14 identicon

Flott hjá þér Solla kjarnorkukona. Ég styð þig. Gott mál.

Baráttuknús

Lísa 26.9.2008 kl. 16:27

15 identicon

Einn búin að svara af þessum rúmlega 50 þingþjónum og hann er erlendis.

Lísa 26.9.2008 kl. 21:25

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Lísa um hvað ertu að tala .......er einhvers staðar eitthvað um þetta???

Solla Guðjóns, 26.9.2008 kl. 21:40

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Forvitin og óþolinmóð að vanda....veit ekkert hvað er ske í nokkru nema nú er ég að þrífa ísskápinn......

Solla Guðjóns, 26.9.2008 kl. 21:42

18 identicon

Ég er búin að lesa allar færslurnar sem þú bendir á.Á tímabili barst ég í grát.Ég þekki svo vel þessa lýsingu sem þú lýsir.Öll óútskýranlegu veikindin.Ég og sonur minn mættum ekki þessum skilningi sem þú virðist hafa mætt í skóla dóttur þinnar.Það kom ekki í ljós að sonur minn væri lesblindur fyrr en hann fór að spreita sig á bílprófinu þá longu flosnaður  upp úr skóla.Til að gera langa sögu stutta þá býr sonur minn á götunni.Eins og kom fram hjá þér þá lenda alltof margir á skjön við lífið sem hafa þessa fötlun.

Ég dáist af þér að standa fyrir þessu átaki.Eigðu þökk fyrir.

nafnleynd 26.9.2008 kl. 22:46

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Ertu að meina þetta Lísa?

From: Lúðvík Bergvinsson   To:solla guðjónsShow All
Subject: Poza biurem: Áskorun v/LESBLINDU:

Verð erlendis til föstudagsins 13 júní.

Nafnleynd mig tekur virkilega sárt að heyra um son þinn.Því miður hef ég heyrt alltof mörg dæmi af unglingum sem lenda í vanda út af að þetta uppgötvaðist ekki á meðan þau gengdu skyldunámi.það er einlæg von mín að skólar og sálfræðingar fari að veða meðvitaðir um þennan vanda og síðast en ekki síst að stjórnvöld geri þeim börnum kleift að fá lesblinduleiðréttingu.

Takk fyrir þín orð.

Solla Guðjóns, 26.9.2008 kl. 23:24

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.9.2008 kl. 10:20

21 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sorry skvísan mín, var bara að koma frá Prag í nótt.  Ekkert verið á netinu síðan á fimmtudag.  Brilliant fín færsla hjá þér, og þú átt allan minn stuðning.  Lesblinduleiðréttingar ætti að sjálfsögðu ríkið að greiða að fullu fyrir lesblinda.  Það er jú skólaskylda í landinu, og ríkinu er skylt að kenna "öllum" börnum lestur, skrift, stærðfræði o.s.fr.  Ekki hægt að hundsa lesblind börn, þó eitthvað erfiðara og dýrara sé að kenna þeim.  Þau eiga jafnan rétt á við önnur börn.

  Baráttukveðja, Sigga.

Sigríður Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 12:31

22 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 29.9.2008 kl. 16:20

23 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Frábært framtak hjá þér skvís :)

Fullt af kossum og knúsi

Vatnsberi Margrét, 29.9.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband