Spakmæli dagsins og alla aðra daga.

 

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og
flensa.
Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram
að brosa.
Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.
Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá
laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.
Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og
skildi þá hversu mikils virði það er.
Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.
Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af
stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allann heiminn.


BROSTU  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

líst vel á það

alva 23.9.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 23.9.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Dísa Dóra

Og það besta við þetta er að bros er ókeypis gjöf - og gjöf sem öllum líkar

Dísa Dóra, 23.9.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já brosið gefur fólki gleði allan daginn, fólk á að gera meira af þessu.
til dæmis er þú stoppar á ljósum brostu þá til næsta manns.
Knúsý knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig Solla mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég veit þú brosir breytt og hefur örugglega smitað með brosi áður.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.9.2008 kl. 21:07

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú á mér eitthvert er los,

ekkert skil ég í því.

Jú, á mig blíðasta bros,

er brostið sem sólroðið ský!

Langar annars bara að kyssa þig núna Solla sæta fyrir þessa litlu grein, sem er það besta og fallegasta sem ég hef lesið og heyrt í dag!

Má ég það?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 23:55

8 Smámynd: Solla Guðjóns

 hahaha reyndu....mér veitti ekki af smá spaugi núna.Ég er að sjóða saman háalvarlega færslu.....

Takk fyrir limruna

Solla Guðjóns, 24.9.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Tína

Tína, 24.9.2008 kl. 08:05

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 09:21

11 Smámynd: www.zordis.com

Brosin eru svo æðisleg og slá í gegn hvar sem er!  Takk fyrir brosið, ekki veitir af að lífga uppá tilveruna!

Knús og bros yfir hafið!

Ég fékk einu sinni mjög einlægt bros frá konu sem vann í íþróttabúð sem var æði en því miður var hún með svo skemmdar tennur að ég vorkenndi henni fyrir vikið.  Hún brosti svo það ætti að vera okkur öllum gefið að gefa eitt bros úr hjartastað!

www.zordis.com, 24.9.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband