Gott hjá karlinum.

Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í

      Bandaríkjunum. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau hafa ekki og munu

      ekki læra um í skólanum.

      Hann talaði um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem munu skila

      nýrri kynslóð út í þjóðfélagið, dæmdri til að mistakast.



      Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.



      Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að

      þú

      áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.



      Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú

      útskrifast

      úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið

      fyrir því.



      Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu

      þangað til að þú færð yfirmann.



      Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan

      þína virðingu.

      Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau

      kölluðu það TÆKIFÆRI.



      Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo

      hættu að væla og lærðu af mistökunum.



      Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona

      leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað

      fyrir uppeldi þitt, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og

      hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og

      vinir þínir bjarga regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að

      taka til og koma reglu á herbergið þitt.



      Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og

      tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama

      prófið aftur og aftur. Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.



      Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll

      sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að

      finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma !



Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf
      fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.



      Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega

      með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.

      THAT'S LIFE.

Smile inn í daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Veit nú ekki hvað skal segja.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.4.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG fékk þetta einmitt í pósti, nokkuð gott.  Helgarknús 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitsknús

Ólafur fannberg, 5.4.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: www.zordis.com

 Eins gott að vera góður við nördana!  Svo eru þeir líka svo nett sexý

Mínar bestu kveðjur í öll skemmtilegustu partý-in ....

www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

so true so true, alveg ótrúlega satt, börnin átta sig oft ekki á því að svona er lífið hehe..

Svala Erlendsdóttir, 5.4.2008 kl. 21:55

6 identicon

já þetta þarf ungt að læra!!

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 6.4.2008 kl. 04:41

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Frábært alveg

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 08:55

8 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Svo satt

Kristberg Snjólfsson, 6.4.2008 kl. 09:36

9 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Hann er óvitlaus kallinn :)

Vatnsberi Margrét, 6.4.2008 kl. 10:43

10 Smámynd: Elín Björk

Góðar reglur hjá kallinum
Knús á þig sæta

Elín Björk, 6.4.2008 kl. 11:11

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ´hjá honum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 14:23

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Regla númer 7 fannst mér frábær

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.4.2008 kl. 18:21

13 Smámynd: Tiger

  Ójá, alveg snilldar reglur og lífsmottó ... kannski maður ætti að fara eftir einhverju af þessu sko! Eða kannski ekki ... hehehe.. knús á þig Solla mín og eigðu góða viku framundan.

Tiger, 7.4.2008 kl. 01:18

14 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Já hann er með bein í nefinu kallinn.   Hann vinnur víst að því hörðum höndum, ásamt frúnni, að bæta bandaríst skólakerfi og hefur eytt ófáum miljónunum í það verkefni.  Það er mjög góðra gjalda vert hjá kallinum og mættu fleiri auðmenn láta sig æskuna jafn miklu skipta og Bill Gates.   

Þórhildur Daðadóttir, 7.4.2008 kl. 10:35

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Hjartanleg sammála þér Tóta.

Þetta ætti að standa inn á myspace síðunum......hjá unglingunum....

Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 12:32

16 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta verð ég að láta unglinn minn lesa, þetta er æðislegt. Eigðu yndislegan dagKær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 13:14

17 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þetta ætti að vera skyldunámsgrein í unglingaskólum...........eða kannski ætti maður bara að gera þetta sjálfur............ala sína eigin unglinga upp og kenna þeim þetta. 

Kristjana Bjarnadóttir, 7.4.2008 kl. 20:55

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Einmitt Kristjana..Sumt af þessu er nú örugglega inni hjá mörgum....þetta er bara svo assskoti vel orðað hjá karlinum.

Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband