ÁSKORUN!!!

Heiða, bloggvinkona á þessi skrif hér að neðan byrt m/leifi

Eins og margir muna fór ég í smá herferð gegn lyfinu Flunitrazipam s.l vor. Með hjálp moggabloggara og annara lesanda náðum við að koma þessu máli inn á borð Landlæknisembættisins og Lyfjanefndar.
Málið fékk líka smá umfjöllun í dagblöðum og sjónvarpsfréttum.  

En síðan þá hefur ekkert gerst annað en það að fleiri stúlkum/konum hefur verið nauðgað eftir að hafa verið byrlaður þessi óþverri.

Mig langar að biðja ykkur, kæru bloggarar, að blogga um málið. Því fleiri, því betra. Frekar en að kommenta hérna í gríð og erg hjá mér, þætti mér vænt um að þið blogguðu sjálf. Hérna fyrir neðan set ég link á samantekt um málið frá því í apríl. Inn á þeirri færslu eru þrír linkar á annað sem tengist málinu. Ef þið viljið getið þið notað hana í ykkar blogg.

Þar sem mig langar að taka samantekt á þeim sem blogg...vonandi sem flestir.. og erfitt fyrir mig að fylgjast með, þá væri æðislegt ef þið sem bloggið kvittið í kommentakerfið eða sendið mér email á geislabaugur@gmail.com

 Hér er svo linkurinn: 

 SAMANTEKT

 Bætt við kl. 22:10
Vil taka það skýrt fram fyrir þá sem nenna ekki að lesa allt sem er að finna þarna í linknum, að ég kynnti mér málið mjög vel á sínum tíma
Allir fagaðilar sem ég talaði við, þ.m.t. Landlæknir og aðst.Landlæknir sögðu að það væru mörg svefnlyf á markaði sem gætu komið í stað Flunitrazipam.
Það væri nauðsynlegt að það væri til á sjúkrahúsum þar sem þetta er notað sem "kæruleysislyf" þegar fólk gengst undir svæfingar. En það er töluvert af lyfjum sem eingöngu eru notuð á sjúkrahúsum og eru þá bara merkt sem slík og ekki hægt að ávísa þeim utan sjúkrahúsa.

Auk þess ræddi ég við yfirlækna nokkurra deilda Háskólasjúkrahúsa og allir sem ég ræddi við voru sammála um að þetta lyf væri ekki nauðsynlegt.

Ég ræddi líka við nokkra starfsmenn Slysamóttöku, lögreglunnar og Stígamóta. Allir þessir aðilar voru sammála um að það væri töluvert um dæmi þar sem greinilegt væri að lyfinu hefði verið notað við nauðganir. En augljóslega lítið um að nauðganir með Flunitrazipam séu kærðar... fórnarlambið man ekki neitt til að kæra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Smámynd: Heiða

TAKK ...aftur :)

Heiða, 24.8.2007 kl. 01:53

Solla Guðjóns, 24.8.2007 kl. 07:43

2 Smámynd: Solla Guðjóns

tók út fyrri færsluna Heiða.

Solla Guðjóns, 24.8.2007 kl. 07:44

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

flott framtak

Kristberg Snjólfsson, 24.8.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Kolla

Rosalega flott framtak hjá ykkur. Skrítið að þetta lyf sé leifilegt, ætti í raun og vera að flokkast undir eyturlyf

Kolla, 24.8.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Meinti það ekki!:) Sagði "aftur" af því að þú varst svo kröftug líka í vor ;)

Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 21:58

6 Smámynd: Solla Guðjóns

já veit Heiða  vildi bara að kommentið sæist og nú er ég sko glöð og þá sérstaklega með þig

Solla Guðjóns, 24.8.2007 kl. 22:32

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sorglegt að menn geta ekki haldið uppi venjulegum samræðum og að stunda þá list að stíga í fótinn við þann sem maður hefur áhuga á. Þetta er svo mikil grimmd og ómanneskjulegt því að nota lyfið krefst yfirvegaðar hugsunar og ískaldri pælingu í langan tíma. Brrr (kalt)

Gangið á guðs vegum sem ávallt.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 23:55

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Halló!  Bara að þakka vinaróskina.  Búin að setja þig inn.

  Kveðja Sigga.

Sigríður Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 15:34

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ Sigga mín gaman að hafa fundið þig....sé þig nú stundum bregða fyrir

Solla Guðjóns, 25.8.2007 kl. 18:24

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svívirðilegt og hvað hamlar því að taka þetta úr verslunum ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband