Meira um okkar "frábæra" heilbrigðiskerfi.

Ég get ekki orða bundist eftir að hafa séð þessa frétt í gærkvöldi

http://www.visir.is/article/20070420/FRETTIR01/70420082

Er þetta virkilega svona???

Hvern anskotan eru stjórnmálamenn að pípa nú rétt fyrir kosningar.

Ef einhver þeirra mindi biðja þjóðina afsökunar á hvernig komið er fyrir heilbrigðis og félagsmálakerfinu............og lofa úrbótum...þá mundi ég ja ég veit ekki,,, hugsanlega þora að kjósa þann aðila.

 

Ég er svo virkilega sammála frændanum.Að vera með sýnileg mein eins og beinbrot er eitthvað sem allir taka eftir og allir leita til læknis útaf og viðkomandi fær viðeigandi meðferð við af því það er áþreifanlegt.

Að ver andlega veikur er djöfullegt ástand sem engin gerir sér grein fyrir nema að hafa reynt það.

Að sitja á púðurtunnu allan sólarhringinn

að vera alltaf eins og á hálum ís

vita ekki hvort næsta skref sé öruggt

verð ég svona alla tíð

að vera haldin þvílíkri hræðslu við ástand sitt

næ ég að halda út daginn-nóttina

ég vil ekki vakna,ég get það ekki,ég vil bara sofa,þá gerist ekkert,en ég get ekki sofið.

Í annan tíma getur sjúklingurinn gert allt,

keypt hús á 2.kl.t.

Þrifið loftin,veggina,gluggana,teppaherinsað,þvegið gardínur og hengt út í 10.stig gaddi og brjáluðu roki.

Allt verður ekkert mál,þetta er bara lítið dæmi,

'EG ER AÐ TALA UM MIG. 

Svona var ég.

Ég hef unnið vel í sjálfri mér með aðstoð geðlæknis og lyfja og minni eigin skinsemi.

Þetta er engin leikur.

Maður þarf að kunna sín takmörk og lifa við það

að maður er sjúklingur.

Af þessari reynslu minni af andlegum sjúkdómi og að hægt sé að halda honum í skefjum með réttri hjálp og skinsemi

leifi ég mér að verða alveg argandi kolbrjáluð

þegar ég heyri fréttir af svona meðferð á andlega veikum sjúklingi.

Þetta er ekki bara skammarlegt

þetta er vanþekking og heimska stjórnvalda.

Svo er bara knús á línuna og eigið góðan laugardag.

BÆÍBILI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þetta gerir mann mjög illan að sjá hvernig farið er með fársjúkt fólk Það virðist vera í augum stjórnmálamanna(kvenna) að fólk sé að leggjast þarna inn að ganni sínu.Það sækist enginn eftir því að fara á geðdeild það er síðasta úræðið hjá flestum.Því miður er allt of mörgum vísað frá og alveg örugglega ennþá hennt heim löngu áður en sjúklingur er í stakk búin til að fara heim.Því miður erum við í minnihlutahóp og ekki með verkfallsrétt til að bæta aðstöðu þeirra sem verst hafa það.

En vá fyrirgefðu ég ætlaði ekki að blogga hér ennn maður verður reiður

Knús til þín skvís

Vatnsberi Margrét, 21.4.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já heilbriðgiskerfð okkar er löngu sprungið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.4.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kerfið hér er algjörlega í rúst

Ólafur fannberg, 21.4.2007 kl. 22:44

4 identicon

Maður verður bara kjaftstopp ! Hvað í ósköpunum er eiginlega að ? ! Ég held að ráðamenn þjóðarinnar væru ekki til í 1 klst í þessu umhverfi. 

Beta sys 22.4.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband