Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gott hjá karlinum.

Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í

      Bandaríkjunum. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau hafa ekki og munu

      ekki læra um í skólanum.

      Hann talaði um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem munu skila

      nýrri kynslóð út í þjóðfélagið, dæmdri til að mistakast.



      Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.



      Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að

      þú

      áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.



      Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú

      útskrifast

      úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið

      fyrir því.



      Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu

      þangað til að þú færð yfirmann.



      Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan

      þína virðingu.

      Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau

      kölluðu það TÆKIFÆRI.



      Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo

      hættu að væla og lærðu af mistökunum.



      Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona

      leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað

      fyrir uppeldi þitt, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og

      hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og

      vinir þínir bjarga regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að

      taka til og koma reglu á herbergið þitt.



      Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og

      tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama

      prófið aftur og aftur. Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.



      Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll

      sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að

      finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma !



Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf
      fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.



      Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega

      með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.

      THAT'S LIFE.

Smile inn í daginn.


Er ekki komin tími

á blogg...

kéllan í kreise stuði..........

null

búin að ákveða að vaka í nótt og ætlar leifa ykkur að fylgjast með hvað hún er að gera á hverjum tíma.

Núna er kl:1:51......

Glöggir lesendur munu fatta að ég sit við tölvuna akkúrat núna....

Ástæða þess að ég ætla að vaka í nótt er að ég ásamt hluta af kvennablómanum í ættinni...

við systir Lilja,Gunna og Jóna Björg dóttir Lilju..........

Brúðkaup beta+trausti 059starBrúðkaup beta+trausti 076

skelltum okkur um kvöldmatarleitið á kaffihús í Kópavogi... man ekkert hvað það heitir en byrjar örugglega á A.

En við fórum þarna í vissum erindagjörðum.........við vissum nefnilega að það var verið að taka upp Kompásþátt.......sem fjallar um prjónaskap á Íslandi........Fullt kaffihús af prjónandi konum og ekki laust við að glottið yrði stundum að niðurbældu flissi af og til.Við systur getum n.n.l. verið létt geggjaðar saman.En við lögðum nú ekkert upp með það.Heldur var hún Brynja Dögg ung húsmóðir hér í bæ aðalgestur þessara prjónasamkundu og var Kompás að taka viðtal við hana.EN skvísan er að gera frábæra hluti og er farin að selja flíkurnar sínar út um allan heim.Hún var með sladesow af peysunum sem mótelið hennar hún JÓNA BJÖRG klæddist.Þess vegna vorum við þarna........

Kvöldið átti að fara í það að baka skírnartertu sem verður sótt kl 6 í fyrramálið eða eftir 3 og 1/2 tíma........Ég er búin að baka og setja frómas innan í og bíð nú eftir að hann stífni nóg til að ég geti farið að skreyta.........

Núna sem sé er ég að fara út að fá mér rettu og svo ætla ég að kíkja á ykkur...........

Nú er kl 3.30 og hrærivélin á brjáluðum snúning með eggjahvítur og flórsykur innan skálar og ég komin að Sigrúnu Friðriks og rosalega langar mig að fara að sofa.......

kl: 5:17 tertan tilbúin OG eldhúsið lítur út alveg eins og ég hafi verið að baka og skreyta tertu....ekki gott.....ekki gott.....

Held áfram bloggrúntinum.........

kl:6:26........er þetta djók eða ???????? enginn komin að hirða þessa tertu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég búin að þamba nokkur glös af herbóte( já ég er sjálfstæður herbalife-dreifingaraðili og er búin að vera í nokkur ár) til að halda mér vakandi og þarf að vaka í 1 og 1/2 tíma enn .....til að skutla skvísi í skólann........Svo verður sofið til allavega 1600 en þá verður spænt á Selfoss........

Ég næ ekki að hugsa hálfa hugsun hvað þá meir...........vó á ein bágt.......

Er farin að þrífa eldhúsið og sendi þessa færslu í loftið.

Góðan daginn elskurnar.

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband