Samkvæmt stjörnuspá

á ég að vera í brandarastuði í dag og ég mun skilja mikilvægi þess að vera alvarleg á vissum augnablikum.....

Ég verð semsé í góðu standi í dag.....

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að ég er byrjuð að vinna úti í golfskála.

það var algerlega klikkað að gera um helgina,trúlega um 350 manns sem sóttu völlinn heim.

Þessar elskur stóðu vaktina með mér

l_43981bb0743ee89b98b8598fa6530d45

Sara Björt og Guðrún Jóna.

Dóttirin er ráðskonurass og dáldið skass(veit ekki hugmynd um hvaðan hún hefur þetta)Hún lætur allavega ekkert vaða yfir sig.Stóð sig eins og hetja í afgreiðslunni.Sumir eru frekari en aðrir og þegar henni var nóg boðið frekjulætin og fólk var að ryðjast og koma inn í afgreiðslu annarra sá ég hana rétta upp höndina og hvæsa"bíddu" snéri sér svo að þeim sem hún var að afgreiða ljúf eins og lamb og sagði með englaröddinni"fleira fyrir þig"

Þeir sem urðu vitni af þessu höguðu sér eins og fólk á eftirGrin

Hún þurfti nú líka að siða móður sína........Grin

Hljómsveitargaur sem ég kannast við..."Þú ferð svo að kíkja á ball með okkur.."

Ég " já ef ég fæ frítt inn elskan"

Gunna eftir á"Mamma!!! ertu að reyna við hann?????''

Ha?

Einhver maður"hver pantaði svona gott veður?"

Ég."Ég akkúrat fyrir þig"

Gunna þegar kallinn var farinn."mamma þú segir ekkert svona við aðra menn.....það er eins og þú sért að reyna við hann..."

Í gær var ég nánast bara að æfa mig í sólbaði....lítið að gera og skjól við dyr skálans og ég 7 freknum ríkari.

Nú erum við alveg veik í heitapott en tímum ekki að kaupa svona djö dýra eins og þá nýju...þannig að ég smellti inn auglýsingu á auglýsingasíðu og auglýsti eftir ódýrum lítið notuðum .....

Ef þið vitið um einhvern sem er að fara að skipta um pott þá plíssssss látið mig vita.Eins ef þið vitið um einhverjar svona auglýsingasíður.

Síðan er knús á línunaKissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Flott að dóttirinni gengur vel að hemja brjálaða kúnna

Og hvað mömmuna varðar:  Hvað er að smá ,,vingjarnlegheitum"

Hafið það annars gott í dag.

Þórhildur Daðadóttir, 29.4.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega var þetta gott hjá henni.  Og þú ert sko flottust

Hahaha  Alltaf gaman að góðum sögum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:20

3 identicon

Ekki var þetta hinn eini sanni sssssss??Gudda.
 

Þóra Davíðsdóttir 29.4.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Nei Guddan mín trúlega kannast þú þó við hann. Nú gerði ég þig forvitna

Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: www.zordis.com

Go go pía semðúert!

Knús til þín engill ... langflottust með þessar dúllur þér við hlið.

www.zordis.com, 29.4.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko Solla það er aldrei gott að vinna með dætrum sínum, þær setja út á allt,
reyna við hann, uss öllum er hollt að daðra svolítið.
                             Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 19:27

7 Smámynd: Dísa Dóra

haha flottar mæðgur greinilega

Þú kemur bara í pottinn til mín skvís

Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 19:59

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Dugleg dóttir. Knús á þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.4.2008 kl. 20:34

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Er á hraðferð, viltu senda mér meilið þitt á meilið mitt bella@simnet.is

og heimilisfang ofl. út af varalitnum  knús.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 21:40

10 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ohhhhh... freknur eru svo mikið krútt

Farðu bara í góða hirðinn og athugaðu með pott þar. aldrey að vita hvað leynist þar 

Svala Erlendsdóttir, 29.4.2008 kl. 22:52

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar stelpur

Einhver verður nú að fylgjast með þér - á meðan þú safnar freknum

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 23:17

12 identicon

Hahah, frábær hún Gunna, auðvitað á að passa mömmu og sjá til þess að hún byggi ekki upp misskilning
Knús á þig sæta

zoti 30.4.2008 kl. 00:16

13 identicon

Hej! Þú varst að spyrja hvað ég væri alltaf að senda þér á msn. Ég er ekkert að senda þér, ekki opna neina linka sem poppa upp - sérstaklega ef ég er ekki logguð inn. Ég opnaði einhverntímann svona link sem kom frá Kötu og ég er búin að vera í tómu tjóni síðan.

Kv.

H

Heiðbjört 30.4.2008 kl. 08:23

14 Smámynd: Margrét M

gott hjá ráðskonurassinum að passa að mamma hagi sér

Margrét M, 30.4.2008 kl. 12:48

15 Smámynd: Solla Guðjóns

já dóttirin er alger dúlla og er ekki alveg komin inn í heim fullorðinna..

En sko get sagt ykkur að það verður bráðum pottapartý hér

Solla Guðjóns, 30.4.2008 kl. 13:16

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott hjá stúlkunni

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 19:03

17 Smámynd: Kolla

Hihi, flott hjá henni að hemja þessa frekjudalla. Gangi þér vel að finna heitan pott

Kolla, 30.4.2008 kl. 19:16

18 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ollasak: Búinn að senda þér e-póst

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 19:50

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Trilljón þakkir Gunnar þú ert algjört æði

Solla Guðjóns, 30.4.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband