29.febrúar...

Ekki skrítið að ég hafi sofið yfir mig.....þessi dagur er jú bara á fjögra ára fresti.......

Bjóst ekki við að þurfa að vakna fyrr en á laugardaginnWink

Ég vaknaði starndi á klukkuna 8.23.....Gunnnnnna!!!!!!! Dóttirin var snögg en snjórinn fór svo að stríða okkur er út var komið.

Hann Böddi gamli átti afmælið á þessum degi.

Þegar ég var sextán ára þá vorum við Böddi jafnaldrar bæði setánGrin.(hann reyndar 64)Við vorum bæði að vinna í Meitlinum (frystihúsinu) sem var og hét.

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna töluvert með þessum snaggaralega karli eða táningnum eins og ég kallaði hann og líkaði karli það vel....

Við vorum saman í "pönnunum"

Karlinn sem var prakkari átti það til að missa vatnsslöngun óþarflega nálægt mér og á föstudögum fékk ég gusuna í andlitið og lét hann ávallt sem ekkert hefði í skorist en komst nú ekki upp með það........ég hnýtti saman blótyrði yfir honum meðan ég réðst á bakið á honum til að þurka mér í framan... hann hló og sagði að tungan mundi detta úr mér ef ég hætti ekki að óskapast þetta.......

Á föstudögum ræddum við hvert skyldi halda á sveitaball og strákamál og allt er því við kom og létum eins og jafnaldrarGrinhann var alger æði karlinn.

Áföstudögum að  afloknum vinnudegi kvaddi hann mig alltaf með þeim orðum"Ég held ég láti allt kvennafar eiga sig um helgina" Enda vel giftur .

Við fórum oft í grettukeppni svona alveg óvart allavega af minni hálfu.........karlinn byrjaði þá að skrolla uppí sér tönnunum og hálf setja þær út og ég gretti mig á móti og svona gekk þetta af og til...þar til karlinn sagði "Hættu að geifla þig svona....þú verður svo andskoti ljót þegar þú verður fullorðin"

Böddi minn er eflaust að horfa niður til mín núna og furða sig á að ég sé þó ekki ljótari en þetta.

Blessuð sé minning þín elsku karl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þarna hefur greinilega farið skemmtilegur kall  altaf gaman að eiga góðar minningar

Kristberg Snjólfsson, 29.2.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Solla Guðjóns

ójá þær ylja sko

Solla Guðjóns, 29.2.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessuð sé minning hans Solla mín, já þær ylja margar minningarnar elskuleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Brynja skordal

þetta hefur verið skemmtilegur sammferða maður yndislegt bara hafðu góðan dag

Brynja skordal, 29.2.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Tiger

  Ohh.. flashback. Ég á góðar svona minningar úr fiskvinnslunni. Vatnsslagur í vikulok og undirbúningur helganna. Ég á líka góðar minningar sem tengjast svona gömlum gullmolum eins og Bödda þínum. Dásamlegur tími þarna í den..

Tiger, 29.2.2008 kl. 14:54

6 Smámynd: www.zordis.com

Þeir voru margir yndislega skrítnir þarna fyrir framan vélasalinn ...   Ólína Jóns á líka afmæli í dag, sú sem starfaði í Glettingi og giftist til Eyja og flutti svo á sveitina!

Manstu eftir henni krúttið mitt?

Helgarknús! 

www.zordis.com, 29.2.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Þórdís hver man ekki eftir Ólínu..........."Hirtu það sem þú villt".........

Tigercopper.....þetta var alveg geðveikur tími...vatnsslagur í vélasalnum og bara allt sem var að ske á þessum árum.........þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig verstjórarnir meikðu svona uppátækjasama vitleysinga eins og mig og fleir því nargt var brallað fyrir utan vatnsslaginn

Solla Guðjóns, 29.2.2008 kl. 17:30

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega einn af þessum gullmolum sem lituðu umhverfi sitt. Góð minning. Knús.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 20:16

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður lifir fyrir minningarnar og dreymir um framtíðanna...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 00:33

10 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Meitillinn var heill heimur af ólíku fólki, sem hittist daglega á virkum dögum og stundum á helgum.  Svona lítið samfélag þar sem allir þekktu alla, og þó ekki.  Man marga föstudaga, þar sem maður var feginn að komast úr slorugum sloppnum, og blautum stígvélunum til þess eins að uppgötva, að búið var að ræna skóm og úlpum úr skápum okkar sem unnu frammi í sal og smúla hressilega!  Að maður skyldi ekki fá lungnabólgu af allri þessari vosbúð.  Man Bödda, var góður karl.

Sigríður Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 11:24

11 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þarna hefur greinilega verið yndislegur maður, sem þú hefur verið svo heppin að kynnast. Eigðu góða helgi Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 1.3.2008 kl. 11:59

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Sigga þetta voru dásemdartímar og við hraustir unglingar.Ég fæ alveg svona fortíðarflipp af að hugsa um þennan tíma lífs  míns

Solla Guðjóns, 1.3.2008 kl. 12:06

13 Smámynd: www.zordis.com

Sollan mín ...... lífsskeiðin sjáum við í hyllungu eftir því sem tíminn tifar í átt alheims!

Knús á þig kjéddling og taktu knús á alla mína! 

www.zordis.com, 1.3.2008 kl. 14:03

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærir svona karakterar!

Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 17:42

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er svo yndislegt með svona fólk sem gefur manni góðar minningar til að lifa í og með !

Blessi þig á laugardagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 18:01

16 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Böddi hefur verið æðislegur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.3.2008 kl. 22:51

17 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Innlitskvitt og kveðjur til þín.

Magnús Paul Korntop, 2.3.2008 kl. 01:12

18 Smámynd: Margrét M

skemmtilegar svona minningar

Margrét M, 2.3.2008 kl. 09:29

19 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Það er örugglega einn svona í hverju fiskiþorpi En þú kveiktir í gömlu minningunum úr pönnunum og vatnsgusunum á föstudögum, djamminu og strákastandinu hihi gaman að rifja svona upp.

Risa knús í krús handa þér frá mér

Sigrún Friðriksdóttir, 2.3.2008 kl. 21:05

20 Smámynd: www.zordis.com

Hvað segiru, sendu mér á zyrniros@msn.com eða zordis@zordis.com er það meilið mitt eða þitt sem er með klikkið?

Ég er að fá meil frá öðrum ... ekki skilja!

knús á þig rassgat! (well spurning hversu sætt er að vera kallaður rassgat ... segi þá bara rúsína eða sveskja )

www.zordis.com, 3.3.2008 kl. 11:22

21 Smámynd: Solla Guðjóns

ég hef verið að nota bæði en það viðrist ekki virka en ég gat sent þér þegar ég notaði hotmailið....ég er víst algert rassgat en ég þarf að láta kíkja á póstinn minn er á byggilega búin að grauta svo mikið í honum að hann er orðin kolruglaður.

Solla Guðjóns, 3.3.2008 kl. 11:52

22 identicon

hahaha findinn karl

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 4.3.2008 kl. 06:02

23 identicon

Skemmtileg færsla um litríkan og skemmtilegan karakter. Svona getur nú einn kall gert lífið skemmtilegra

Bara pínu knús á móti. Vona að ég hafi ekki smitað þig af gubbunni

Lísa 4.3.2008 kl. 17:25

24 Smámynd: Solla Guðjóns

Nei esskan er bara hress

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 18:08

25 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir skemmtilega (og gómsætan) hitting.  Gaman að sjá andlitin á bak við skrifin

Dísa Dóra, 4.3.2008 kl. 18:38

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Sömuleiðis dúllan mín.Gaman að hitta ykkur mæðgur og hinar skvísurnar

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 18:42

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleymdi að segja þér snúlla, endilega kíktu í kaffi til mín ef þú átt leið um og lausa stund.

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 21:19

28 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk! Geri það.....

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 22:45

29 Smámynd: www.zordis.com

er að koma!

www.zordis.com, 5.3.2008 kl. 08:11

30 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert algjört dúllurassgast....veistu það? lovjú.

Heiða Þórðar, 5.3.2008 kl. 22:16

31 Smámynd: Solla Guðjóns

lovjútú rófan mín....

Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 22:52

32 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 5.3.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband