HAHÆJJj

Aldrei hefði ég haldið að ég fengi fráhvarfseinkenni af tölvuleysi.En jú það er staðreynd.Önnur staðreynd: ég get verið ótrúlegt skass og frekja en þetta vita nú allir sem þekkja rólegheita manneskjuna mig.

Í gær breyttist ég í mikið kvennskass.Var að fara með maskínuna í viðgerð þangað sem ég keypti hana.Ég fór fram á að öll gögn yrðu afrituð,en krakkarnir sem voru að afgreiða vissu nú eiginlega ekkert hvað það var.Og enduð á því að senda mig beint á verkstæðið.Ég keyrði sem leið lá frá Smáranum inná Grensársveg við illan leik.Annar hver og ég líg því ekki,bílstjóri var að fara yfirum.Maður hrósar happi að sleppa aðeins ögn sködduð á sálinn úr þessu umferðarbrjálæði sem er í Höfuðborgarhreppnum um eftirmiðdaginn.

Jæja ég næ að leggja beint fyrir framan JES.dríf mig inn og skelli tölvunni á borðið.Afgreiðslustráksinn lítur einkennilega á mig og spyr...Hvað er þetta....ég..eh talva..það er svona restartvírus í henni þú veist kveikja-slökkva slekkur eftir mínótu.....Stráksi bara JÁ þú þarft þá að fara með hana á verkstæði...Kvennskassið JÁ(((er hann tregur(það sem eki fór um hugan)Ég reyni að berja inn í hausinn á honum að ég sé að koma úr Elko í Smáranum og þau hafi sent mig hingað.Þá segir hann JÁ þú hefur átt að fara á verkstæðið en það er búið að loka.Frekjuskassið...hey ég sit hérna og ætlar þú bara að neita að taka við henni...ég fer ekki fet...(((þvílíkur þöngulhaus og aulaslápur þessi drengur)Reyni aðra leið...Heyrðu elskan mín..Stráksi orðin verulega vandræðalegur...Stynur upp um leið og hann lítur á annan starfsmann ég get svo sem gert undantekningu og tekið við henni...Skassið botnar ekki í neinu og spyr..afhverju eru þið yfir höfuð að vera með opið????...Stráksi ..uuhh þetta er verslunin verkstæðið er bakvið og er lokað kl:17....orðin síjast inn í skassið og hún lítur í kringum sig..ÚBBS...afhverju sagðir þú það ekki fyrr...Þá brosti þessi engill ...Við sömdum frið og fyrir almennilegheit tók þessi elska niður allt sem ég vildi segja um maskínuna og sagðist skyldi sjálfur fara með hana á verkstæðið í fyrramálið fyrir mig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þessi var þá ágætur eftir allt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.5.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Elín Björk

Híhíhí, ég sé þig í anda... og er með þér í anda... útúrpirruð
Allt er gott sem endar vel, vonum að tölvan skili sér án rístartsins til þín fljótt!
*Klem*

Elín Björk, 23.5.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skass!!

Heiða B. Heiðars, 24.5.2007 kl. 01:31

4 Smámynd: www.zordis.com

Skass og Skessa er sennilega röff blanda.  Flott hjá þér því ég veit að kona á aldrei að gefast upp fyrr en fulla hnefa!  Sólskínsbros til þín elskan mín!

www.zordis.com, 24.5.2007 kl. 07:10

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta var greinilega góður starfsmaður

Kristberg Snjólfsson, 24.5.2007 kl. 08:02

6 Smámynd: Margrét M

fliss he he.. hefði viljað vera í þessari verslun þegar þú komt inn

Margrét M, 24.5.2007 kl. 08:55

7 identicon

heheheh!!  ég þarf smá skass í mig held ég...!!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 24.5.2007 kl. 09:55

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk fyrir innleggið á söguna mína. Ég skemmti mér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2007 kl. 09:59

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

maður nær flestu fram með því að vera elskulegur, þarna er enn ein sönnunin fyrir því.

bara að slaka á og þá kemur þetta.

Ljós og Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 11:11

10 identicon

Hahaha þú ert svo skemmtilega fljótfær alltaf  En ég er alveg sammála þér með umferðina hér Höfuðborgarhreppnum, algjör hryllingur.

Heiðbjört 25.5.2007 kl. 13:26

11 Smámynd: www.zordis.com

  flauta lagið rabbabara af því bara rúna !  ligga ligga lá, nú liggur vel á mér!  Koddu yfir í kampavín    Mr.Pálmason þarf að senda þig í Orlofshús til mín hér spáni á, eða taktann með barasta svei mér þá!

www.zordis.com, 26.5.2007 kl. 12:39

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Langar að taka þig á orðinu Þórdís og ég tæki Lísuna okkar með...Pálmason er ekkert að fíla að hangsa í hita hvort sem er

Solla Guðjóns, 26.5.2007 kl. 14:06

13 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

He he hefði verið gaman að vera fluga á vegg . Klemm knús Heiða

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 26.5.2007 kl. 15:29

14 Smámynd: www.zordis.com

Boðið stendur!   Kampavín og húsnæði .... galinn félagsskapur og gamlir slagarar frá sveitaböllum i den teknir í tíma og ótíma á milli þess er við skundum a útimarkaði, veitingarstaði og í nudd og andlitsmaska ......  Láttu mig vita þegar þú kemst!

www.zordis.com, 27.5.2007 kl. 07:35

15 identicon

HAHÆJJjjjj ... ég heyri hahæjjJJJJ-ið þitt langa leiðir núna - það segir enginn hæ eins og Sollan

Kremja á þig  - sé þig í anda krúttlega skassið þitt

Lisa 27.5.2007 kl. 13:20

16 Smámynd: Solla Guðjóns

ÚJABABBÍÍ.....Ég var að rúnt'áræfilslegum ford 57 einmana á..........jeeeeeeeee er að fara að safna .....þú líka Lísa??

Solla Guðjóns, 27.5.2007 kl. 13:34

17 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Hæ dúlla það er ekkert nítt að frétta af Sigrúnu . Læt vita um leið og það er eithvað . Hún biður að heilsa samt og takk fyrir allar falegu hugsanirnar og hlýja strauma .

 Knús og klemm Heiða

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 27.5.2007 kl. 14:16

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk Heiða mín

Solla Guðjóns, 27.5.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband