MJÖG ATHYGLISVERT.

Þó fyrr hefði orðið.

Vonadi eru sveitarfélögin opin fyrir þessu.

mynd
Elísa R. Ingólfsdóttir

Fréttablaðið, 20. apr. 2007 09:51


Bætum skólastarfið í heild

Í þessari viku fer fram aðalfundur Félags íslenskra skólafélagsráðgjafa. Félagið er fagdeild innan Félagsráðgjafafélags Íslands og hefur það að markmiði að stuðla að kjörskilyrðum nemenda á hverjum tíma. Þessu markmiði hyggst félagið ná með því að efla faglega umræðu skólafélagsráðgjafa og styrkja stöðu þeirra innan skólakerfisins.

Nú þegar eru félagsráðgjafar starfandi í grunn- og framhaldskólum landsins. Þeir vinna á heildrænan hátt með nemendum, fjölskyldum, kennurum, stofnunum sveitarfélagsins og öðrum sem tengjast einstökum nemendum og skólastarfinu. Menntun félagsráðgjafa er fólgin í að greina vanda, veita ráðgjöf og upplýsingar um félagsleg samskipti og erfiðleika, vinna með samskipta- og tilfinningaörðugleika og samræma þjónustu innan og utan skólans.


 



mynd
Andrea Guðmundsdóttir
Markmið skólafélagsráðgjafa er að bæta skólastarfið í heild, skólagöngu nemenda og tilfinningalega og andlega velferð þeirra. Nánd skólafélagsráðgjafa við nemendur grunnskólans veitir möguleika á snemmtækri íhlutun gagnvart vandamálum nemandans og fjölskyldu hans. Samskiptavandi foreldra og barns, hjónaskilnaðir, veikindi, einelti, kvíði og depurð eru m.a. áhrifavaldar á líðan barna í skóla.

Skólafélagsráðgjafar eru lykilstarfsmenn skólans í barnaverndarmálum og vinna náið með félagsþjónustu sveitafélaganna við úrlausn þeirra. Skólafélagsráðgjafinn er mikilvægur tengill milli heimilis og skóla í nánu samstarfi við kennara barnsins.




mynd
Júlíana Jónsdóttir
Í samfélagsumræðunni síðustu mánuði hefur meðal annars verið rætt um Vinaleiðina, úrræði sem boðið er upp á í nokkrum skólum til að sinna þörf barna og unglinga fyrir stuðning og ráðgjöf í persónulegum málum. Í því sambandi viljum við vekja athygli á kunnáttu skólafélagsráðgjafans til að sinna þessum málaflokki. Einnig viljum við vekja athygli á löngum biðlistum í ýmis úrræði tengd börnum og unglingum, t.d. hjá skólasálfræðingum og á Barna- og unglingageðdeild. Þetta sýnir fram á þá miklu þörf sem til staðar er í íslensku skólakerfi fyrir aukna þjónustu eins og þjónustu skólafélagsráðgjafans.

Á næstu vikum mun Félag íslenskra skólafélagsráðgjafa, í tengslum við Félagsráðgjafafélag Íslands, senda öllum skólastjórum í grunn- og framhaldsskólum landsins ásamt formönnum fræðslunefnda sveitarfélaganna bréf þar sem gerð er grein fyrir sérstöðu skólafélagsráðgjafa og þeirra störfum.


Höfundar eru félagsráðgjafar.

Fyrst birt: 20. apr. 2007 06:00



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Allt sem bætir er gott ..... hins vegar er ekkert kerfi það gott að ekki mislíki einhverjum, því miður!  Lögmálið er þannig og það er hlutverk okkar foreldra með aðstoð skólans að taka á undantekningum!  Ég er kanski að segja eitthvað bull en þegar vandamálið snýr að okkur þá erum við ábyrg gagnvart því sem gerist hvort sem barnið "mitt" sé gerandi eða þolandi!!!!!!!!!  Góð vakning

www.zordis.com, 22.4.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Fullkomlega sammála þér Þórdís með ábyrgðina  og þetta er ekkert bull,hins vegar er úrræðaleysi mjög mikið gagnvart öllu sem gengur ekki smurt.Má samt til að hæla skólanun hér fyrir hvað vel er tekið á málum.En samvinnan verður að vera alger af beggja hálfu.

Solla Guðjóns, 22.4.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála

Ólafur fannberg, 22.4.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Solla Guðjóns

KRISTJANA,,,,,,,,,,,,,,,EF ÞÚ REKST HÉRNA INN......ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ KOMMENTA HJÁ ÞÉR DÚLLA MÍN.

Solla Guðjóns, 23.4.2007 kl. 07:54

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Jamm

Kristberg Snjólfsson, 23.4.2007 kl. 08:52

6 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 23.4.2007 kl. 11:40

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er svo sannarlega þörf á svona þjónustu þó fyrr hefði verið.Vonandi gengur þetta líka eftir eins og ætlað er .

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband