Vildi að fleiri karlar kíktu á síðuna

>>Svona er þetta.....
 Nokkur orð um okkur dömurnar. 
 
Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið. 
 
Mamma segir:  Ég er þreytt, og klukkan orðin margt.  Ég ætla að fara 
uppí rúm. > Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin,> tæmdi 
poppkornsskálina,> tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag,> gáði hvað væri 
eftir af kornfleksinu í pakkanum, >fyllti á sykurkarið, setti sykur og  skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.
>
> Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,
> straujaði eina skyrtu og festi eina tölu.  Hún tók saman dagblöðin sem
> lágu á gólfinu.
>
> Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti
> símaskrána niðu í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr
> uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna.
>
> Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti
> peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.
> Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á.
> Svo skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.
>
> Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og
> greiddi sér.
>
> Pabbin hropaði úr stofunni; ég helt að þú værir að fara að sofa.
>
> Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út.
> Gekk úr skugga um að dyrnar væru læstar.  Loks kíkti hún á börnin og
> talaði við eitt þeirra sem enn var að læra.  Í svefnherbergi sínu
> stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók
> rúmteppið af rúminu.
> Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.
>
> Á sama tíma slökti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú
> fer ég að sofa - og það gerði hann.
>
>>>
>> >
>


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

snilld gamla.....

Ólafur fannberg, 23.1.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: www.zordis.com

Hey ég var gerdi ýmsilegt ádur en ég sofnadi, tók úr þvottavél, setti í þurrkara og svo las ég þangað til mig sveið í augun frábæra bók og fór í íhugun og hvar inn í annan heim!

www.zordis.com, 23.1.2007 kl. 18:09

3 identicon

hehe ... góður

Lisa 23.1.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Þekki þetta, voða erfitt bara að koma sér í rúmi !! Það er alltaf eithvað að gera hvert sem maður lítur "!"

Sigrún Friðriksdóttir, 23.1.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hey!!!! Ólafur þekkir þú mig?????vinir mínir og þeir nánustu kalla mig gjarnan gömlu,,,,því karlinn minn hefur kallað mig það frá því ég var svona 25.ára....Ha veistu hver ég er?????????

Solla Guðjóns, 24.1.2007 kl. 02:39

6 identicon

Nú er ég alveg sannfærð - er ábyggilega karlmaður. Kannast lítið við ofntalið. Slekk bara á sjónvarpinu og treð svo nefinu í koddann.  

Lisa 24.1.2007 kl. 07:29

7 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Skemmtileg lesning og á oft við ;)

Vatnsberi Margrét, 24.1.2007 kl. 10:47

8 Smámynd: Elín Björk

Ég skiptist á að vera karl og kona held ég ;)

Elín Björk, 24.1.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband