Af hverju ??????

Var konan látin laus ef það getur spillt fyrir rannsókn málsin

NÚ ER ÉG ALVEG

HÆTT

AÐ SKILJA

Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 16:33

Gæsluvarðhaldsúrskurður vegna íkveikju staðfestur

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona, sem grunuð er um að hafa kveikt í parhúsi í Þorlákshöfn, sæti gæsluvarðhaldi í viku eða til 29. janúar. Lögreglan lét konuna hins vegar lausa nú síðdegis þar sem ekki var talin ástæða til að hún sætti gæsluvarðhaldi lengur. Karlmaður var einnig úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarhald vegna málsins.

Að sögn lögreglu er bráðabirgðaniðurstaða tæknirannsóknar á vettvangi á þann veg. að kveikt hafi verið í húsinu og m.a. notaður við það eldfimur vökvi. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr hefur nú viðurkennt að hafa brotist inn í húsið og stolið þaðan eigum íbúa þess. Hluti þýfisins fannst á heimili konunnar og í fórum hennar sem og í fórum mannsins, sem enn sætir gæsluvarðhaldi.

Lögreglan fékk tilkynningu um það aðfaranótt sl. laugardags, að eldur hafi verið í parhúsi í Þorlákshöfn. Íbúðin var mannlaus en húsráðandi var á sjó. Reykskemmdir urðu hinni íbúð parhússins, en þar býr kona ásamt tveimur börnum sínum. Þau komust klakklaust út.

Síðar sama hringdi óþekktur maðuri í þjónustuver Landsbanka Íslands og kynnt sig sem húsráðandann. Bað hann um að fé yrði flutt milli reikninga yfir á greiðslukort sitt, vegna þess að brunnið hefði ofan af honum um nóttina og heimild á greiðslukorti sínu væri fullnýtt. Þjónustufulltrúi framkvæmdi millifærsluna þó viðkomandi hefði ekki leyniorð á reikninginn.

Grunsemdir vöknuðu hjá bankanum þegar hinn rétti húseigandii hringdi skömmu síðar og óskaði fyrirgreiðslu vegna eldsvoða sem hann hefði lent í þá sömu nótt. Þetta leiddi til þess að síðar um daginn var karlmaður handtekinn í þegar hann hugðist nota kortanúmer greiðslukorts frá húsráðandanum til dekkjakaupa.

Í bíl, sem karlmaðurinn hafði til umráða, fundust 2 hnífar, ætlað amfetamín, grammavog og ætlaðir skuldalistar vegna fíkniefnakaupa. Þá fannst greiðslukort húsráðandans í vasa hans.

Maðurinn sagðist hafa verið staddur í húsi umrædda nótt ásamt unnustu sinni, sem síðan var handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald. Þeim hefði sinnast um nóttina og maðurinn í framhaldi af því farið í gönguferð og þar komið að ólæstri fólksbifreið framan við blokk og tekið þaðan veski með kredit- og greiðslukorti.

Fram kemur að gerð hafi verið húsleit á heimili fólksins og þar fannst kvikmyndatökuvél, merkt húseigandanum í Þorlákshöfn og einnig utanáliggjandi drif. Þá fannst tómt veski í ruslatunnu í eldhúsi og bar Þorlákshafnarbúin kennsl á þessa muni. Einnig fannst bensínbrúsi í forstofu.

Lögreglan sagði að rannsókn málsins væri flókin og hætta væri á að konan gæti spillt rannsókninni með því að hafa samband við aðra eða samseka yrði hún látin laus. Konan neiti sakargiftum en rannsóknargögn veki sterkan grun um aðild hennar að brotum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Heimur versnandi fer! Þetta er nú ljóta málið og ömurlegt að vera fórnarlamb í svona svikum.  vona að maðurinn endurheimti sitt sem fyrst!

www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Ólafur fannberg

islenskt réttarkerfi......

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ótrúlegt ættli þetta eigi að flokkast undir jafnrétti

Þvílík skömm.

Kveðja Sigrún 

Sigrún Friðriksdóttir, 29.1.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband