Síðasta færsla var svo hundleiðinleg....

að dauð rolla gæti einu sinni ekki glott út í annað að þessum hell.....himbrimum......(tekið úr orðasafni bræðra minna)

Sem uppbót fáið þið að heyra eitt af lögunum sem ég er með á heilanum núna..

Njótið

Það er svo frábært hvað tónlyst getur lífgað mann upp.....

Ég ætla að segja ykkur smá leyndó....

alltaf þegar ég er ein einhvers staðar á keyrslu þá syng ég eins og enginn sé morgundagurinn eða eins og Heiða myndi orða það... eins og motherfucker..

largesmile_1

Þegar við hjónin fórum saman í síðustu Reykjavíkurreysu til að versla þá fórum við auðvitað í sitthvora áttina........við gjörsamlega þolum ekki hvort annað þegar við erum að versla föt..eða kannski er það bara ég.....kallinn þolir helst ekki að fara í búðir...EN ég s.s.fór í Kringluna ráfaði þar um og mátaði og mátaði..var orðin nett pirruð þegar ég ákvað að fara út að reykja.

Þar sem ég stend að paufast við að kveikja mér í vindur sér að mér snaggaralegur  töff strákur..

,,Tímuru að gefa mér eina síkó ?'

,,HA???   ég starði á peyjann sem var varla meira en 10-11 ára....

,,Tímuru að gefa mér eina síkó ??

,,Síkó ?? Hvað ertu gamall ?????

,,13..

,,Ha já nei elskan mín.....

,,Jú gerðu það.....

,,Nei..

,,Mamma og pabbi leifa mér alveg að reykja.......      gemmér síkó........

,,Nei

,,Djöfulsins helvítis kelling tímir ekki að gefa mér eina síkó........labbar í burtu....,,kellingar djö....

Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð......Hvort ég væri í falinni myndarvél eða hvort raunveruleikinn væri svona.

Ég vona að ég hafi veriðí falinni myndarvél.

 

Línuknús

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ómægod! Hvar er lífsgleði þessa pilts?

Sorglegt! 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

PS frábært lag!! ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég ætlaði einmitt að fá þig til að tjútta með mér

Solla Guðjóns, 13.11.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Gott lag  en því miður held ég að þetta sé algengara en við gerum okkur greyn fyrir

Kristberg Snjólfsson, 13.11.2008 kl. 09:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta skoska lag er frábært, ég hélt mikið upp á það á sínum tímann, og alltaf gaman að heyra skoskuna.

Maður verður sorgmæddur að heyra um svona lífsleiða af barni ekki eldra en 13 ára. 

Knús á þig elsku Solla mín, dauðar rollur með glott

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 10:35

6 Smámynd: Margrét M

úff --- þetta er hræðilegt með drenginn

Margrét M, 13.11.2008 kl. 12:17

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

ææ  Unglingar fyrir utan Ríkið báðu mig stundum að kaupa en ég sagði auðvitað alltaf nei, lika var ég beðin um að kaupa sígarettur en enginn var svona dónalegur þegar ég sagði nei. Ég reyki ekki svo ég hef ekki verið beðin um síkó.

Mikið hreyfa þeir varirnar þegar þeir syngaj.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.11.2008 kl. 17:51

8 Smámynd: Elín Björk

GEÐVEIKT LAG

En já, þessi drengur... ég vona að minn eigi ekki eftir að tala svona við fólk úti á götu... þá er mér að mæta

Knús á þig

Elín Björk, 13.11.2008 kl. 22:07

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Frábært lag, óyndislegur ungur "líkkistunagla" piltur.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 22:13

10 identicon

yyyyndislegt lag. Stráksi hefur verið í svona hriiiikalegu fráhvarfi að hann hefur ausið yfir þig þessum fúkyrðum..gott að þú gafst honum ekki líkkistunagla ;) ( frá einni sem er hætt, hehe )

luv Alva.

alva 13.11.2008 kl. 22:33

11 Smámynd: www.zordis.com

Ég myndi reyna ad vera med Hr.P og adstoda hann vid verzlun .....

Zessi drengur á ad vera í fótbolta eda eitthvad álíka.

www.zordis.com, 14.11.2008 kl. 00:31

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Góð og rétt viðbrögð.

KV:Toppurinn.

Magnús Paul Korntop, 14.11.2008 kl. 10:02

13 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Flott lag :)

Því miður er þetta algengara en maður gerir sér grein fyrir með krakka og unglinga.

Vatnsberi Margrét, 14.11.2008 kl. 10:53

14 identicon

Helv er Árni orðin góður.
Helv er Árni orðin góður .
 

gudda 14.11.2008 kl. 20:48

15 Smámynd: Ester Júlía

oo þetta er æðislegt lag!  úff ..þessi drengur á greinilega eitthvað bágt . En þú gerðir rétt með því að gefa honum ekki síkó. Eflaust hefur hann reddað naglanum að lokum  en þurft að hafa meira fyrir því..urrr.

Knús og koss!!!

Ester Júlía, 14.11.2008 kl. 23:46

16 Smámynd: Tína

Ég er alveg handviss um að Þú hafir verið þáttakandi í falinni myndavél eða könnun um linkind þjóðarinnar og færð núna fljótlega bréf þar sem þér er hrósað fyrir að gefa ekki tommu eftir!! Þetta er kannski afneitun í sinni verstu mynd, en ég vel það frekar en að trúa hinu.

Knús á þig dúllan mín.

P.s fannstu svo eitthvað á þig?

Tína, 15.11.2008 kl. 14:27

17 identicon

hahaha.. þú ert æði ;) alltaf jafn gaman að fylgjast með þér ;)

Þuríður 16.11.2008 kl. 04:15

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ertu að segja að ég sé dauð rolla eða....

Heiða Þórðar, 16.11.2008 kl. 08:34

19 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

frábært lag....við stína tjúttum...

Árný Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 11:46

20 Smámynd: www.zordis.com

Koma svoooo!

www.zordis.com, 20.11.2008 kl. 07:33

21 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hæ Solla. Ég hefði nú gefið stráksa sígó. Maður vorkennir alltaf svona vandræðaunglingum og hann hefði kannski haft betri dag fyrir vikið. En sorglegt samt. En lagið maður! HA.... Æðislegt Ég elska svona myndbönd þar sem lagið og atburðarásin í myndinni eiga ALLS EKKERT sameiginlegt. Svona eins og í karaoke. 

Ég syng líka eins og lungun þola þegar ég er aleinn í bílnum. Er núna með Gildruna í bílnum. Gildran 10 years. Spila þann disk aldrei undir 120 desibelum og með bassann í botni.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 18:17

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Rétt kokksi...ég sá aðra útgáfu af þessu lagi með shrek eða hulk og það fittaði mjög vel við texktan.

 Ég get alveg sagt þér það að ég var í heilmiklum vndræðum með mig varðandi stráksa...greijið

Gott þér fannst þetta fyndið Heiða

'arný ég sé ykkur mæðgur í anda....heyrðist mér jafnvel heyra í ykkur

Kannski Tína

Gudda bjallan mín varstu full

Þórdís þú mátt fara með honum....þið mynduð eflaust skemmta ykkur

Dauðar rollur glotta út í annað... ég hef það fyrir satt.

Knús á ykkur öll... og þórdís nú kem ég.........

Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband